Að elska Guð – og náungann eins og sjálfan sig. Af allri sálu, af öllum mætti og af öllu hjarta. – Er það ekki kunnuglegt? – Og er það ekki svarið við lífsgátunni?
Að elska – eða þykja vænt um sig og aðrar manneskjur eins og við erum og þær eru. – Við verðum að byrja á réttum stað í völundarhúsi lausnarinnar. – Það er á upphafinu, – sem erum við sjálf. Við erum sköpuð i mynd skaparans, til að skapa okkur tilveruna. – Við elskum skaparann (Guð – sem gæti líka bara verið „Being“ -eða tilveran) – sem elskar okkur nógu mikið til að skapa okkur og þykja vænt um okkur með kostum og göllum, með verkjum og í vellíðan. – Við elskum okkur eins og sköpunin elskar okkur. Þá komumst við áfram á næsta borð, sem er að geta elskað annað fólk, – og þegar að það finnur elskuna okkar, sendir það okkur orku til baka til að komast áfram. –
Vandamálið er að það eru send á okkur alls konar „ef“ og „þegar“ til truflunar, – og síðan eru það afsakanir – og hlutir sem eru eins og þungur bolti sem er í keðju, læstur við fætur okkar. Lykillinn að þeim er líka trúin á þessa ást, trúa á mikilvægi þess að elska, – að þykja nógu vænt um okkur og elska okkur nógu mikið til að losa okkur við þessa fótafjötra efa, ótta og vantrúar. –
Hvað sem var, hvað sem er og hvað sem verður. – Munum svarið, lykillinn hangir um háls okkar, og liggur því í hjartastað. –
Það er ekki nóg að vita af honum.
Notum lykilinn. –
Ást-undum.