Hvað ef alheimurinn (Guð) sér allt sem við gerum? ….

Hvað ef við værum alltaf í falinni myndavél? –  Þá er ekki nóg að sýnast, heldur að gera og vera, HEIL.  Ekki bara vera góð þegar einhver sér til, eða þegar við höldum að einhver sjái til, heldur alltaf. –

Hugmyndin um Guð/alheiminn sem njósnara er ekki sérlega heillandi, – en um alheimsvitund, sem veit allt og skilur allt og vissulega fyrirgefur allt, – er áhugaverð.

Þegar við erum þakklát þá skynjar þessi vitund þakklætið, eins og húsmóðir sem fær þakkir fyrir matinn. –  Hún verður leið á þvi, til lengdar, ef að við tökum við matnum (jafnvel hrifsum) án þess að þakka fyrir hann, eða taka hann sem sjálfsögðum hlut.

Hvað ef að hvert einasta smáverk- smá-góðverk skiptir máli.  Líka þegar við vökum yfir litlu barni, með ælupest, og hugsum „ætli barnið viti hvað ég er að leggja á mig fyrir það?“ –  Jú, stundum hugsum við svoleiðis.  En það skiptir ekki máli hvort barnið viti það, ef að alheimsvitund veit það og þar sem við erum tengd alheimsvitund, að VIÐ vitum það. –

Verum því ávallt vitur og góð í okkur, gjörðum, viðmóti og hegðun. – Það er ekki ástæða til annars.  Við munum uppskera (að lokum) eins og við sáum! ..

Í sunnudagaskólanum sungum við …

Gættu að þér litla eyra hvað þú heyrir.
Gættu að þér litla auga hvað þú sérð.
Gættu að þér litli munnur hvað þú segir
Gættu að þér litla hendi hvað þú gjörir
Gætti að þér litli fótur hvar þú stígur
því að Guð vor himnum á horfir litlu börnin á …

Á tímabili fannst mér þetta röng skilaboð, að við þyrftum þetta „utanaðkomandi“ eftirlit, eins og ég minnist á hér að ofan. En nú er ég komin í hring.  Þetta er ekki eftirlit,  Þetta er spegillinn okkar.

Ef við gefum ást, endurspeglast ást alheimsins. –

Brosum framan í heiminn og heimurinn brosir við okkur. –

Lífið er spegill, – hvað sérðu í speglinum?

Þegar þú sérð ÁST ertu komin/n heim.

536703_549918495048818_1296317144_n

Guðs ríki er hið innra, – þegar þú speglar þig sérðu Guðs ríki.

Guðs ríki er ÁST.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s