Af hverju eru ættingjarnir oft erfiðastir? ..

Þegar Jesús Kristur segir „Enginn er spámaður í eigin föðurlandi“ .. er hann að meina að hans nánustu, í borginni Nasaret, eru ekki alveg að kaupa boðskap hans. –

Það sama gerist oft í fjölskyldum.  Fólk getur verið búið að afla sér góðs trausts í starfi og út á við. En svo kemur það heim og þá er viðmót þeirra nánustu eins og það hafi ekkert álit á skoðunum eða hugmyndafræði þessa fjölskyldumeðlims. –  Þess vegna verður fólk líka oft óöruggast í kringum sína nánustu. –

Sjálfur meistari Eckhart Tolle, – sem er þekktastur sem höfundur bókarinnar „Mátturinn í Núinu“ eða „The Power of Now“ .. og hefur þess utan skrifað fjölda annarra bóka og er þekktur fyrirlesari,  segir frá því í einu viðtali þegar að hann fór að heimsækja foreldra sína.  Löngu eftir að hann viðurkenningu heimsins, má segja. –

Pabbi hans spurði:

„Ertu enn í þessu andlega bulli?“ – „Ekki enn kominn með vinnu?“ –   ..  en Tolle notar þetta til að sýna fram á mikilvægi þess að láta slíkt ekki koma sér út úr „stundinni“ – að halda áfram að dvelja í stundinni, en ekki fara í gamla farið og fara t.d. í vörn.

Það er skemmtilegt að bera þessar tvær sögur saman, – sögu Jesú frá Nasaret sem segir frá því þegar fólkið var ekki alveg að taka á móti þessu sem hann var að boða, og Eckhart Tolle´s sem lenti í þessu hjá föður sínum.

Við erum öll meistarar – meistarar í okkur sjálfum og það veit engin/n betur hver við erum eða hvernig við EIGUM að vera. –

Þess vegna er gott að hafa í huga að þessir miklu meistarar eru gagnrýndir af sínu heimafólki – og ekki metnir. –  Og það eru miklar líkur á að foreldrar okkar eða okkar nánunstu „fatti“ okkur ekki, t.d. þegar við erum að koma út úr skápnum sem við sjálf.

Hér er hlekkur á Tolle, – það er þess virði að horfa á þetta og læra líka viðbrögðin, – að dvelja í „The present moment.“ –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s