Hver ræður í þínu lífi?
Hver stjórnar?
Er það hugsun þín eða líkami þinn?
Líkaminn er þjónn sálarinnar en ekki sálin þjónn líkamans, svo ekki láta líkamann stjórna. – Líkaminn er þjónninn okkar svo förum vel með hann og virðum, hrósum, o.s.frv. en ekki láta hann ráðskast með okkur.
Hugsaðu vellíðan og þér fer að líða betur og betur. – Líka í líkamanum. Ef líkaminn segir „verkur“ .. ekki láta hann stjórna og hugsa „verkur“ þá viðheldur þú vítahringnum. Hugsaðu „vellíðan“ –
Ef þú ert í myrkri, – ekki hugsa „myrkur“ – hugsaðu ljós, og hvað kemur? – „LJÓS“ –
Fólk sem hefur komið til mín í hugleiðslu, sér ljósið. Það skynjar ljóshnött – eða bara að vera umvafin ljósi. Jafnvel í koldimmu herbergi. Hvernig er hægt að vera í ljósi þegar herbergið er dimmt? – Jú, við hugsum LJÓS. Þó það gerist ekki á einu andartaki, þá þurfum við fleiri endur. – Endur-taka.
Ef við erum að lesa undir próf, lesum við það ekki einu sinni til að muna það eða setja það í heilavírana okkar, við endurtökum. Æfingin skapar meistann. Meistarann í ljósi og meistarinn í heilsu. –
Hvað viltu vera?
Hamingjusöm manneskja? – Hugsaðu þá ekki um sorgmædda manneskju, hugsaðu hamingju. –
Grönn manneskja?
Hugsaðu þig granna manneskju, ef þú vilt vera það.
Heilbrigð manneskja?
Hugsaðu þig heilbrigða manneskju. –
Það sem fólki finnst erfitt: er að rjúfa vítahringinn. –
Það sem þú veitir athygli vex. Hugsaðu þá góðar hugsanir, – hugsaðu ást, friður, gleði, heilsa, vellíðan, velmegun …
Byrjaðu núna. – Eftir lestur pistilsins. Lokaðu augunum og hugsaðu um allt það fallega og yndislega sem þú vilt vera og í raun ert, en hefur verið að hindra með neikvæðum hugsunum. –
Lykill að hamingjunni:
1. Anda djúpt
2. Drekka vatn
3. Hugsa fallegar hugsanir
(Þetta er allt ókeypis)
Sjáðu hvað allt fer að verða fallegra, – þegar þú hugsar þig sigurvegara í stað þess að hugsa þig fórnarlamb hins ytra. Þú hefur val og þú mátt ráða – hvað þú hugsar! ..
Þú ert með ljósið í hendi þér – hver stjórnar þinni hendi?
Athugaðu að við verðum ekki meistarar á einum degi, – mastersgráða kemur með æfingunni. Við þurfum að læra og við þurfum að reyna, til að virkja ljósið, – og við þurfum að hugsa ljós. Aftur og aftur og aftur … og svo er það orðinn ávani 🙂