Ertu langt niðri? …

Hvað er að vera „langt niðri?“ –  Jú, líklegast er hér um að ræða „holuna“ sem ég kalla sem svo, en holan er akkúrat „langt niðri.“

Það er misjafnt hvað kemur okkur niður í þessa holu, það geta verið ytri aðstæður og hindranir, – en það geta líka verið innri aðstæður og hindranir.

Innri RÖDDIN.

Það er nefnilega hægt að tala sig niður.

„Hver þykist þú vera?“

„Þú átt ekkert gott skilið?“ ..

„Þú ert nú meira fíflið?…

„Af hverju gerir þú aldrei neitt nógu vel? ..

„Af hverju ert þú ekki eins og _______?“ ..

Þarf ég nokkuð að halda áfram?

Þetta er niður-rifs-röddin.   Og hvað rífur hún niður? –  Jú ÞIG – alveg niður í holu.

Þetta er kviksyndi neikvæðra hugsana, eftir því sem þú talar meira sekkur þú dýpra.

Hvað er til ráða?  Jú, ef að neikvætt sjálfstal kemur okkur niður, þá er spurningin um að fara að stunda jákvætt sjálfstal, ekki satt? –

Sú sem er einna þekktust á svið „Jákvæðra staðfestinga“ er kona sem heitir „Louise L. Hay“ og er komin á níræðisaldur.  Það er hægt að finna efni með henni á Youtube, eins og „101 Power thoughts“ – eða 101 hugsun máttar.   Og eins og þarna stendur þá er það málið, – að fá máttinn.  Um leið og við tölum upp, er komin viljayfirlýsing.

Ytri hindranir eru raunverulegar, – en við höfum val hvernig við tökum við þeim og hversu mikið vægi við gefum þeim. –  Ef glóandi kolamoli er lagður í lófa okkar, – er hann í upphafi eitthvað sem að okkur er rétt og þá ytri hindrun.  Ef við grípum um hann og höldum fast þá erum við sjálf farin að brenna okkur.    Ef að við aftur á moti sleppum kolamolanum þá sviður fyrst á eftir en síðan grær lófinn, ef við höfum brennt okkur.

Það er svo mikilvægt að sleppa, – í svo mörgu.  Sleppa kolamolanum og opna lófann og taka á móti heilun.

Let it go …

Kolamolinn getur verið táknrænn fyrir margt, – vondar hugsanir, – fólk sem heldur aftur af okkur – þannig að við erum „langt niðri.“ –

Það sama gildir með fólkið og kolamolann. Ef við höldum of fast í fólk sem er okkur óhollt þá brennir það okkur.  Þetta á líka við fólk sem á í sumum tilfellum „raddirnar“ í höfðinu okkar, – sem hefur hjállpað til við að búa til neikvæða orðræðu í okkar höfði. –

Við erum öll dýrmæt, hvert á sinn máta.  Það sem kemur okkur upp er að fara að þykja nógu vænt um okkur sjálf til að sleppa því sem meiðir okkur. –

Ef þig vantar „tæki“ til að fara upp á við – upp úr holunni, upp á við í hamingjuskalanum, þá er það eins og áður sagði – þetta jákvæða sjálfstal, – mjög öflugt tæki er kallað „fyrirgefning“ – og enn annað tæki – kallað þakklæti.  Við fókusum á alla okkar kosti,  þökkum fyrir það sem við erum, það sem við gerum,  sýnum sjálfum okkur samhug og fyrirgefum sjálfum okkur. –   Það eru mörg „stögin“ sem geta haldið niður loftbelgnum okkar sem vill svífa upp á við.   Í hvert sinn sem við þökkum erum við að létta lóðin. –

Við höfum öll eitthvað til að vera þakklát fyrir. –

Neikvætt sjálfstal kemur okkur niður og við verðum okkar eigin óvinir og árásarmenn.  Jákvætt sjálfstal kemur okkur upp og við verðum okkar eigin vinir og heilarar.

984058_10152416082124421_1922496361236718698_n

Ein hugrenning um “Ertu langt niðri? …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s