Heil-brigði …

Ég skrapp í Borgarnes í gær, og var gestafyrirlesari í áfanga sem heitir „Heilbrigðisfræði“ – Þar var ég beðin um að tala um andlegt heilbrigði.  Áherslan er oft á þetta líkamlega, þ.e.a.s. hreyfingu og mataræði. –  Hreyfing og mataræði hefur að vísu áhrif á andlegt heilbrigði, sérstaklega hreyfingin.

Það ganga ekki hlið við hlið andinn og líkaminn, heldur er þetta samofið.

Orðið heilbrigði vakti áhuga minn, – enda sett saman af heil og brigði. –

Að lifa heil er að lifa af heilindum og að lifa af heilindum er að lifa heiðarleg.

Heiðarleikinn er undirstaða þess að lifa góðu lífi, – og þá SÉRSTAKLEGA heiðarleikinn við sjálfan sig.

Þegar við finnum afsakanir eða hindranir erum við pinku að ljúga að okkur sjálfum.

Það er ein „lygi“ sem er pinku hættuleg. Það er lygin þegar við vitum að eitthvað er satt, en sannleikurinn er óþægilegur. –  Það er rödd hjartans (viskunnar okkar) sem segir okkur hvað er rétt og veit, en við skellum skollaeyrum við henni og segjum okkur eitthvað allt annað, eða hlustum á það sem hin eru að segja og fylgjum því (þó við vitum betur).

Dæmi um slíkt, er þegar við fáum hugboð.  „Jú við ætlum að gera þetta?“ – Við hreinlega finnum á okkur að eitthvað er rétt.  Svo kemur einhver annar og segir að eitthvað annað sé rétt og í stað þess að fylgja okkar eigin,  þá fylgjum við hins eða hinna.  Og hvað svo?  ________________   Já, ég veit þið hafið lent í þessu, – a.m.k.. hef ég lent í því.  Þá hugsa ég: „Ég hefði átt að fylgja eigin innsæi“..

Ef við lifum heiil og heilbrigð,  þá elskum við okkur, tökum ábyrgð á okkur – heilbrigði og hamingju. –  Við ætlumst varla til að aðrir hreyfi sig fyriir okkur? – Eða skynji t.d. hvaða matur fer best í okkur. –

Lifum heil og eigum góða daga. ❤

10389999_786286368083030_1179768191775060625_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s