Ekki láta annað fólk skemma fyrir þér daginn (lífið) ..

Það er stutt að leita í æðruleysisbænina, – þar sem við biðjum um sátt við það sem við getum ekki breytt og kjark til að breyta því sem við getum breytt. –

Getum við breytt öðru fólki? –  Já og Nei.  Við gerum það ekki með handafli.  Við getum sagt manneskju hvað hún á að gera og hvernig hún á að haga lífi sínu, – en það er alltaf hennar ákvörðun hvað hún gerir, og það verður að vera skv. hennar eigin vilja.   Við eigum í raun ekkert með það að stjórna annarra lífi. –   Við getum gefið góð ráð og leiðbeiningar, ef fólk óskar þess af okkur, en óumbeðin ráð eru yfirleitt stjórnsemi, í þá átt að við viljum stjórna og breyta öðrum eða hegðun þeirra.

Það er stundum erfitt að sleppa tökunum, og við getum orðið úrvinda að stjórnast í öllu þessu fólki sem við teljum að kunni ekki fótum sínum forráð. –

„Relax – nothing is under control“ – er ágæt setning til að grípa í þegar maður er kominn inn í svona hvirfilbyl, þegar allir og allt eru að „klikka“ að okkar mati. –

Þá er best að sækja sér frið hið innra, – hætta að stilla fókus á annað fólk og gjörðir þeirra og bara koma heim í heiðardalinn til sjálfs sín. –   Það kallast „Æðruleysi“ –  lognið í storminum. –   Þú slakar á og leyfir fólki bara að takast á við sín vandamál – svo framarlega sem það er orðið sjálfráða.   Það er ekki hægt að taka ábyrgðina af fólki og við getum ekki borið ábyrgð á fullorðnu fólki,  – það er hreinlega ekki í okkar verkahring.

Þarna fer fókusinn inn á við og á okkur sjálf. –   Lífið á að vera skemmtilegt og ef að fólk er með mikið vesen og leiðindi, þá verður lífið leiðinlegt,  – ef við leyfum þessu fólki að skemma fyrir okkur daginn, nú eða lífið. –   Við gefum því of mikið vægi í okkar eigin lífi og þá um leið vald á okkar lífi og ábyrgð. –

Ergelsið – pirringurinn – reiðin – kemur oft þegar fólk gerir ekki eins og VIÐ viljum að það geri. – Það stenst ekki væntingar og það sem VIÐ ætlumst til af þeim. –  Lífið er ekki Barbíleikur,  þar sem við getum ráðið hvað hver „dúkka“  Ken eða Barbí segir eða gerir.  Fólk er ekki dúkkur – og þess vegna gerir það alls konar hluti sem okkur hugnast stundum alls ekki. –

Slökum á, ekkert er undir stjórn! .. nema kannski – jú,  okkar eigið viðhorf – og við getum stjórnað okkur sjálfum,  er það ekki?   Við getum ráðið hvort við látum fólk fara í taugarnar á okkur, – eða hvort við umgöngumst fólk sem vekur með okkur neikvæðni, gremju, o.s.frv. –  Hvort við samþykkjum það sem það segir t.d. um okkur, eða lítum á það sem þeirra sannleika og við höfum okkar eigin.   Við þurfum ekki að fara í það að taka þátt í þeirra „Barbíleik“ –   Við stjórnum okkar eigin – en ekki þeirra.

Svoleiðis er það nú bara.

download (7)

HVER ERT ÞÚ?  🙂

Ein hugrenning um “Ekki láta annað fólk skemma fyrir þér daginn (lífið) ..

  1. Mikið ætla ég fara temja mér svona hugsunarhátt og nú skil ég hvað æðruleysi þýðir í raun og veru .. þú ert alveg hreint frábær

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s