Fimm grunnatriði meðvirkni

  1. Brenglað sjálfsmat  – ofmat / vanmat miðar þig við aðra, finnst þú ómerkilegri eða merkilegri en aðrir.
  2. Markaleysi – þú átt erfitt með að setja þín mörk gagnvart öðrum, lætur „vaða“ yfir þig, eða þú „veður“ inn á rými annarra. Segir já, þegar þú meinar nei, en ergir þig síðan yfir því eftir á og finnst veröldin óréttlát. Þú segir já, m.a. vegna þess að þú óttast að þér verði hafnað eða sért ekki elskuð/elskaður eða verðug sem manneskja nema þú sannir það með verkum þínum.
  3. Erfiðleikar við að átta sig á eigin raunveruleika. – Finnst mér þetta flott, gott?  Kann ég að vega og meta á eigin forsendum, eða hleyp ég eftir dyntum annarra.  Er minn smekkur nógu góður?  Svolítið „Ragnar Reykás“ syndrom, að hlaupa eftir skoðunum annarra.
  4. Erfiðleikar með að mæta eigin þörfum og löngunum. – Við gerum væntingar til annara um að sinna okkar þörfum og verðum fyrir vonbrigðum þegar þeim er ekki sinnt. Yrðum ekki langanir okkar og þarfir.  Spyrjum okkur ekki hvað við eigum skilið.
  5. Erfiðleikar með að upplifa eða tjá í meðalhófi – allt annað hvort í ökkla eða eyra. – Þú átt erfitt með að ganga meðalveginn, ert annað hvort gífurlega hamingjusöm/samur eða mjög leið/ur. Annað hvort full/ur af eldmóði varðandi verkefni eða algjörlega úr sambandi. Þér finnst aldrei nóg gert en í raun er aðeins „of mikið“ nógu mikið. Þú sérð tilveruna í svart/hvítu,  réttu/röngu, góðu/illu. Segir: „Ef þú ert ekki 100% sammála mér, ertu algjörlega ósammála mér“…segir sá meðvirki. Ef þú hefur alist upp við ofbeldi á heimili þar sem ofbeldi hefur átt sér stað, ferðu í gírinn: „ég ætla sko ekki að gera þetta“ en gætir leiðst út í það miklar öfgar að setja engin mörk og algjört agaleysi.

Ein hugrenning um “Fimm grunnatriði meðvirkni

  1. 🙂

    Þann 29. september 2014 kl. 15:38 skrifaði „JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, ráðgjöf, námskeið, fyrirlestrar – hvatning! ..“ :

    > johannamagnusdottir posted: “ Brenglað sjálfsmat – ofmat / vanmat > miðar þig við aðra, finnst þú ómerkilegri eða merkilegri en aðrir. > Markaleysi – þú átt erfitt með að setja þín mörk gagnvart öðrum, lætur > „vaða“ yfir þig, eða þú „veður“ inn á rými annarra. Segir já, þegar þú > mein“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s