Höfnun og skömm, – tilfinningar í skilnaðarferli ..

Það er vont – reyndar svakalega vont, að upplifa höfnun.  Það er líka vont að upplifa skömm.  Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir að þessar tilfinningar eru að grafa um sig, – ekkert frekar en við erum ekki alltaf með það á hreinu þegar sýking fer í gang.  Jú, okkur líður ekki vel – en við vitum ekki alltaf ástæðuna. –

Það eru margar tilfinningar sem gera vart við sig fyrir og eftir skilnað. – Ég var einu sinni spurð þessarar spurningar: „Er líf eftir skilnað?“  og ég svaraði að að sjálfsögðu: „Er líf fyrir skilnað?“  –  Svarið er „já“ í báðum tilfellum, en það er undir okkur komið hvort að lífið er gott eða vont. –   Skömm gerir okkur lífið leitt og höfnunartilfinning gerir það líka.  Birtingarmynd höfnunar er t.d. þegar makinn hættir að veita okkur athygli, – sýnir ekki áhuga o.s.frv. – og ein stærsta upplifun af höfnun í sambandi eða hjónabandi þegar makinn leitar í aðra manneskju,  utan sambands – eða heldur framhjá.

En alversta höfnunin, er í raun ekki höfnun makans, það er höfnunin á okkur sjálfum. Það er skömmin fyrir okkur sjálf. –

Það er mikilvægt að komast upp úr þeim farvegi að finnast við hafa tapað í lífshlaupi okkar,  á miðri leið, við skilnað við maka.  Það er hægt að vinna sig frá sorg til sáttar og frá skömm til sáttar.   Ef skilnaður er staðreynd, – þá þarf að ná sáttum við staðreyndina og halda áfram.  Það hefur reynst mörgum erfitt að sleppa tökum á því sem var og maka sínum. –

Námskeiðið „Sátt eftir skilnað“ – er miðað við það að ná markmiðum, sem væri í raun hægt að ná innan hjónabands eða sambands, ef báðir aðilar væru opnir fyrir því, en markmiðin eru: „Að elska sig“ og „vakna til meðvitundar.“ En þetta er einstaklingsverkefni og upplagt að fara í þá vinnu eftir skilnað – og um leið eiga samleið með fólki sem stefnir að sama marki.   –   Markmiðin skýrast jafnframt  betur á námskeiðinu.  –

Næsta námskeið  Sátt eftir skilnað verður haldið 20.  júní   kl. 9:00 – 15:00    (fyrir konur)   og ef næg þátttaka næst þá verð ég einnig með námskeið fyrir karla.    Hægt er að finna nánari upplýsingar ef smellt er HÉR 

562085_364664146931546_146189222112374_996249_1945055447_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s