INNGANGUR:
Getum við treyst því að alheimurinn sé okkur hliðhollur? – Jafnvel þó að vondir hlutir gerist? – Hafið þið einhvern tímann hitt þroskaðan og tilfinningagreindan einstakling sem ekki hefur þurft að fara í gegnum erfiða lífsreynslu? –
Hvað ef allt er eins og það á að vera og við förum að treysta? – Treysta því að heimurinn sé með okkur en ekki á móti okkur? – Hvað gerist þá? Jú, við hættum mótstöðunni sjálf. Við getum alltaf ákveðið að vera breytingin í heiminum okkar, – eins og Gandhi mælti með. „Be the Change“ – Tolle talar um „Accept what is“ –
Niðurstaðan verður alltaf augljósari og augljósari, – þegar við förum að treysta – og hætta að reyna að stjórna því sem ekki verður stjórnað, þá hefst flæðið. – „Let it be“ – „Leyfðu því að gerast“ – „Slepptu tökunum“ og leyfðu þér að þroskast. – Ekki mynda mótstöðu við það sem ER – TREYSTU HEIMINUM FYRIR ÞÉR! ..
—-
Eftirfarandi pistill er að mestu leyti sóttur í hugmyndafræði Lissa Rankin, sem m.a. skrifaði bókina „Mind over Medicine“.
„The most important decision we make is whether we believe we live in a friendly or hostile universe.“ Albert Einstein.
Einstein er að segja hér að okkar mikilvægasta ákvörðun sem við tökum sé hvort við trúum að við lifum í vinsamlegum eða fjandsamlegum alheimi.
Það hlýtur að vera jákvæðara að sjá heiminn vinsamlegan, – nú eða gera eins og Gandhi mælti með, – að vera breytingin sem við viljum sjá í heiminum! – Ef við erum vinsamleg, þá er a.m.k. okkar heimur vinsamlegur.
Lissa fjallar oft um andheiti orða, eins og hún fjallaði á sínum tíma um „placebo“ – sem er orð yfir lyfleysuáhrif, þ.e.a.s. við tökum lyf sem við trúum að lækni okkur og í mörgum tilfellum fær fólk lækningu eða liður betur af þeim. Hún tók síðan annað orð – eða hugtak sem kallað er „nocebo“ – sem virkar öfugt við placebo, – eða þannig að ef við trúum að við tökum eitthvað inn sem er vont og við trúum að það geri okkur illt, þá virkar það sannarlega svoleiðis. –
Tökum eftir hvað trúin skiptir miklu máli. Að það sem við trúum getur haft svona mikil áhrif! Hvað þá ef við erum bæði að taka pillu sem er vísindalega sannað að virki OG við trúum á áhrif hennar? – Það er ekki sniðugt að taka lyf og bölva þeim, – eða vilja ekki taka þau þá getur verið að þau virki bara alls ekki vel.
En nú komin við að öðru hugtaki sem Lissa var að kynna til sögunnar og það er andheiti orðsins paranoia (vænisýki) eða pronoia (öryggi/traust) Pronoia stendur fyrir „trúna á það að allt í alheimi sé samvinnuverkefni við að styðja okkur.“
Lissa segir frá því að hún hafi farið í ferð upp að fallegu stöðuvatni, og þar hafi hún saknað vinar síns, sem hafði komið með henni þangað tvisvar áður. Henni fannst hún ekki njóta til fulls þar sem vinur hennar ætti að vera þarna líka. – En þá mundi hún að hún trúði á pronoia – sem þýðir þá að þeim er ekki ætlað að vera saman í þetta skiptið. Svo að það að fara að sakna, myndaði í raun mótstöðu eða hinddrun við það sem ER og orsakar óþarfa þjáningu.
Hún hefur tekið ákvörðun með heimi vinsemdar, -að hún trúi á vinsamlegan heim – þannig að ef að vinur hennar er ekki með henni þarna, trúir hún að það sé vegna þess að sálir þeirra beggja séu að þroskast sem afleiðing af fjarlægð sem þau viildu í raun ekki. Hún ímyndar sér að allar þessar yndislegu verur – hinum megin slæðunnar, taki höndum saman um að vekja með þeim hamingju, og furði sig á því af hverju þau skapi svo mikla þjáningu með mótstöðunni gegn því sem hefur verið svo vandlega ofið – til að hjálpa sálum þeirra að þroskast og verða eitt með uppsprettu lífsins. „Source“
Þegar hún man eftir þessu, sefar það löngunina í hjarta hennar og hún finnur meiri frið, finnur sátt í því sem er og treystir því að hlutirnir séu alveg eins og þeir eiga að vera, og það er fullkomleiki sem umlykur allt.
Líkar við:
Líka við Hleð...