Við kennum börnunum ótta …

untitled (6)

Börnin mín ólust við hundahald, – inn á heimilið kom Labradorhvolpurinn sem fékk nafnið Hneta – árið 1990, eða þegar tvíburarnir mínir voru fjögurra ára. –

Heimilið okkar var iðulega fullt af börnum, eftir að börnin byrjuðu í skóla, – og  Hneta upplifði sig oft sem eitt af börnunum og þau tóku henni vel, enda vænsti hundur. –

Einn vinurinn var frekar óöruggur  – en þegar ég kynnti þau Hnetu, varð hann fljótt rólegur og fannst bara gaman að leika við hana. –

Síðan kom mamma hans að sækja hann, og Hneta kom fagnandi til dyra. Viðbrögð hennar voru: „Takið hundinn, – sonur minn er svo hræddur við hunda.“

Ég kímdi við, því auðvitað var það mamman sem var hrædd og var að varpa hræðslu sinni yfir á soninn. –

Þetta er í raun bara dæmisaga.  Öskur yfir gjörsamlega harmlausum kvikindum eins og kóngulóm og músum er eitthvað sem líka er kennt. –   Það er hægt að kenna viðbrögð. Mamma mín var alltaf „kúl“ varðandi kóngulær t.d. – og ég hef aldrei óttast þær.  En auðvitað getur ótti verið sjálfsprottinn,  en ég held við þurfum að fara varlega.  Ekki bara gagnvart dýrum.

images (13)

Hvað með mannleg samskipti? –   Börn sem alast upp við ofbeldi, læra að hræðast þann sem beitir ofbeldi.  Ofbeldismaðurinn skynjar óöryggi og vex ásmeginn. –  Sá sem beitir barn ofbeldi, segir „ekki segja frá“ – og barnið óttast afleiðingar þess að segja frá.   Það veit ekki að ekkert er óttalegra en að lifa með vond leyndarmál – og ekkert skyggir meira á raunverulega hamingju þess.

Ég var einu sinni að ganga fram hjá stórum garði á Spáni – og kom þá gjammandi Schaeffer hundur að hliðinu. – Ég var auðvitað örugg þar sem ég var hinum megin hliðs, en ákvað að hasta á hundinn og segja honum ákveðið að þegja á okkar ástkæra ylhýra tungumáli.  Hundurinn steinþagnaði 🙂 ..

Dýr skynja óöryggi – það þekkja t.d. hestamenn. –   Hestur skynjar stress þess eða ótta sem hestinn situr.  (Þeir eru misviðkvæmir fyrir því).

Þegar við mætum ótta með öryggi – þá tökum við okkur valdið.  Þá er ég að tala um mannleg samskipti. –

Í bíómynd Fellinis um Júlíettu nokkra – er flott atriði sem sýnir frelsið frá óttanum.  Þar er kona að reyna að slíta sig úr vondu sambandi, – en móðir hennar hafði verið ráðandi „rödd“  í hennar höfði. –   Júlíetta þessi segir:  „Ég er ekki hrædd“ – og losnar þá úr viðjum fortíðar og við hræðsluna að standa ein,  án eiginmanns síns og öryggis sem hjónabandið veitti henni. –   Fólk velur stundum það sem það þekkir og upplifir öryggi í því þó það sé vont, fram yfir það óþekkta.   Af hverju? –  Jú, af því það er eitt af því sem við óttumst einna mest.  Óvissan.

Já, okkur er kennt að óttast – og hræðsluáróður leynist víða.  Ekki bara frá foreldrum til barna, – heldur er alið á ótta á svo mörgum stöðum,  til að halda fólki niðri.   Ég hef séð slíkt á vinnustað og ég hef séð slíkt innan kirkjunnar. –  Fólk hefur ekki „frelsi“ til að tjá sig af ótta við afleiðingar.  Atvinnumissi eða ávítur.

Það sem er svakalegast í þessu er að ótti vekur áhyggjur og kvíða.  Við það koma oft fram ýmsir kvillar, bæði andlegir og líkamlegir. 

Það er eðlilegt að varast suma hluti – en ekki gefa þeim valdið.  Kennum börnum að umgangast dýrin og kennum börnum að umgangast óttann. Kannski ráða þau betur við hann þannig? –

Að kenna börnum að óttast alla hunda eða öll dýr, er eins og að kenna börnum að óttast alla menn – eða að óttast allt í lífinu, því sumt er óttalegt og annað ekki. –  Börnin mín eignuðust reyndar annan labrador, eftir daga Hnetu, og eftir eða um það leyti að við faðir þeirra skildum. Hún fékk nafnið „Nótt“ – Örlög Nóttar – sem var blíður hundur,  voru að deyja eftir að maður hafði sparkað ítrekað í  kvið hennar.

Óttinn er svo oft óraunsær og tilbúinn – af þeim sem eru hræddir sjálfir. Stundum eru það draugar sem við erum hrædd við, en fæstir hafa nú mætt draugi, a.m.k. ekki ég.

Óttinn er oft ímyndaður – og heimatilbúinn.

Nærum elskuna og sveltum óttann.  Kennum börnum hugrekki – því að óttinn er oft stóra hindrun okkar í lífinu, hindrun við breytingum, hindrun við að láta drauma sína rætast, hindrun í að við lifum lífinu til fulls.

63507_1676912676433_7298276_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s