Fyrst hitar þú sængina og svo hitar hún þig

Ég er svo lánsöm að hafa aðgang að sumarbústað systur minnar í Borgarfirðinum, – og í fyrrakvöld – eftir að hafa haldið fyrirlestur um þakklæti í grunnskólanum á Hvanneyri,  notaði ég tækifærið.   Ég kom þar að í niðamyrkri og sá varla handa minna skil, – en það var þess notalegra að komast inn í bústaðinn.  Hann var þó aðeins volgur, þar sem hann er rafmagnskyntur og við höfum ofnana aðeins volga þegar við erum ekki á staðnum til að spara rafmagn. –

Ég naut þess að setjast niður í kyrrðinni, – fá mér eitt af lífrænt ræktuðu eplunum sem ég verslaði mér í Nettó í Borgarnesi, en ég var að hlusta á konu sem sagði að alltaf þegar maður fengi „craving“ – væri besta ráðið að bíta í epli, sem ég og gerði og reyndist það vel.  Sumarbústaðurinn kallar nefnilega stundum á smá „sukk“ – snakk og nammi, – skrítið hvernig aðstæður geta vakið upp löngun í einhvað sérstakt.

En hvert er ég að fara með þetta eiginlega? –  Jú, ég hef verið að „prédika“ mikilvægi þess að lifa innan frá og út, en ekki öfugt. – Það þýðir að við eigum ekki að bíða eftir að fólk geri eitthvað fyrir okkur, eða gefa fólki ábyrgð t.d. á okkar hamingju. –   Við þurfum ekki að segja við fólk: „gefð þú mér hamingju“ – „gefð þú mér ást“ og svo framvegis.

Umm miðnætti skreið ég upp í rúm – en svefniherbergið hafði ekki náð að hitna, – og sængin – lakið og allt rúmið var bara ískalt brrrrr…..   en ég vissi fyrir víst, að það myndi hitna fljótlega af mínum eigin líkamshita, það væri bara smá tími sem ég þyrfti að vera í kuldanum. –  Og viti menn – og konur! – Eftir nokkrar mínútur var sængin orðin funheit og rýmið undir sænginni hlýjaði mér. –

Svona virkar þetta – við erum sjálf að skapa okkar umhverfi.  Ef við gefum hlýju fáum við hlýju.  🙂

Það er verðugt verkefni að skoða hvað við erum að gefa, og hvað við höfum að gefa. Ef við berum ekki hlýleika í eigin garð, er voða erfitt að „hita sængina“  eða gefa frá sér ljós eða góða strauma í umhverfi sitt. –

Vertu gleðin, vertu velmegunin, vertu ástin, vertu þín eigin mið-stöð … og hitaðu heiminn út frá þinni miðju 🙂

Ljós og Friður

21-the-world

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s