Óttinn getur gert okkur veikari en Ebólan …

Einu sinni fór ég til læknis, – ég var í annarri umferð að láta skera burt sortuæxli á öxlinni minni. –  Ég þurfti að bíða yfir jól og áramót til að fá úr því skorið hvort að enn væri eitthvað illkynja í brúnum skurðarins eða hvort að svæðið væri orðið „hreint.“   Ég var auðvitað áhyggjufull að allt færi á versta veg,  og læknirinn sá skelfinguna í augum mínum, – en þá sagði læknirinn þessi fleygu orð: „Óttinn getur gert þig veikari en krabbameinið“  og þá ákvað ég að taka æðruleysið á jólin og áramótin og taka því sem að höndum bæri, hver svo sem niðurstaðan yrði.  Þetta var áramót 2008 – 2009 og ég slapp sem betur fer.

Mér datt þetta  hug þegar ég las texta frá Marianne Williamson um óttann við Ebólu og ætla að færa ykkur hann hér á íslensku.

„Ótti við sjúkdóma,  getur laðað að sér sjúkdóma,  vegna þess að hugsanir okkar verða oft að raunveruleika.

Óttinn við Ebóla er hugsanavírus sem er að breiðast út, a.m.k. jafn mikið og sjúkdómurinn sjálfur breiðist út sem líkamlegur sjúkdómur.  Notið þessa daglegu hugleiðslu til að bæta ónæmiskerfið ykkar,  setjið á ykkur andlegan skjöld, og leggið þannig ykkar af mörkum við að leysa upp alla sjúkdóma með því að eyða þeim úr huga ykkar …

1)  Lokið augunum, og staðfestið að þið hafið lokað ykkar ytra auga, innra augað hefur opnast.

2)  Sjáið fyrir ykkur ljóskúlu sem er heilagt hvítt ljós – það getur verið bara Ljósið almennt- eða ljós Krists, Búdda, eða hvert það ljós sem þið eigið auðveldast með að samsama ykkur við – og finnið það umvefja líkamann.

3)  Biðjið um að hver fruma innra með ykkur og  fyrir utan drekki í sig þetta ljós, þannig að ekkert myrkur eigi þar aðgang.

4) Með innra auganu, sjáið allan líkamann verða gegnsósa af þessu Ljósi og umbreytast af Ljósinu.

5) Haldið þesari sýn í tvær mínútur á dag.

6) Biðjum um vernd með Ljósinu fyrir alla aðra.

Amen“

Þau sem hafa komið til mín á hugleiðslunámskeið hafa oft heyrt mig tala um mikilvægi þess að tala fallega við frumurnar okkar.  Við erum eins og blómin, ef við vanrækjum okkur og bölvum þá visnum við – ef við nærum okkur með kærleika og tölum fallega við okkur blómstrum við frekar.

Það eru engar „aukaverkanir“ með þessu og kannski er allt í lagi að leyfa okkur að njóta vafans og elska okkur í 2 mínútur á dag, alveg inn í kjarna.  Ég starfa sjálfstætt og enginn hleypur í skarðið ef ég er veik, svo ég má ekki vera að því og ég hef notað hugleiðslu þar sem ég tala fallega við sjálfa mig sem „lyf“ og er óvenju hraust kona í dag! … Ég er ekki að mæla gegn hefðbundnum lyfjum, – og þau á heldur ekki að taka með ótta eða skömm.  Heldur blessa þau, því þá virka þau betur.  Trúin skiptir máli – það þekkjum við líka í gegnum lyfleysuáhrif o.fl.

Óttumst minna og elskum meira, það er lykillinn að eiginlega öllu!

10422396_898081083551104_7633883796964282996_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s