Er hægt að upplifa bæði frelsi og nánd í samböndum? …

Eftirfarndi er listi sem Lissa Rankin hefur sett upp, – sem á að auðvelda fólki við „línudansinn“ – milli nándar og frelsis.

1. Mættu þínum eigin þörfum fyrst

Ef við leggjum ábyrgðina á eigin hamingju á annarra herðar, endum við sem botnlaus þurfandi karfa.  Hér er ekki verið að segja að sambönd eigi ekki að uppfylla einhverjar þarfir.  Þau gera það.  Og sambönd eru oft einn mikilvægasta þáttur í heilsu okkar. En heilbrigt samband á sér stað milli tveggja sjálfráða einstaklinga sem taka ábyrgð á hamingju sinni og auka á þá gleði með nándinni. –

2. Biddu um það sem þig langar 

Það getur verið óþægilegt að deila löngunum.  Ef við höfum þörf fyrir meiri nánd, getur verið að við séum hrædd við að vera kölluð „þurfandi“ – eða „needy.“ Ef við höfum þörf fyrir aukið rými,  getur verið að við séum hrædd við að það særi einhvern. En hver er hinn valkosturinn? –   Að segja ekki hvers við þörfnumst, hvort sem það er meiri nánd eða meira rými? –  Jú, valkosturinn er e.t.v. að sitja uppi með gremju.

3. Verum tilbúin að berskjalda okkur

Í stað þess að íklæðast fullum herklæðum og setja upp brynjuna, þegar við upplifum sársauka eða finnst að verið sé að kæfa okkur, verum nógu hugrökk til að fella brynjuna, að berskjalda okkur.  Það getur verið það erfiðasta sem við höfum nokkurn tímann gert, en ef sambandið er þess virði að rækta,  mun það færa ykkur nær hvort öðru og hjálpa þeim sem við elskum að skilja betur hvers við þörfnumst. .

4. Lærðu að njóta eigin félagsskapar

Förum með sjálfum okkur út. Förum ein í heilsu-spa.  Förum í heitt bað, lesum góða bók, gönguferð – eða annað sem við getum gert með okkur sjálfum.  Þegar við lærum að njóta samverustunda með okkur sjálfum,  mun það ósjálfrátt gerast að öðrum mun líka betur að eiga stund með okkur.

5. Opnum hjartað. 

Mörg okkar hafa upplifað það að vera særð af þeim sem þau elska, svo það er svo freistandi að byggja varnargarða.  Þessi tilfinningavörn gerir það að verkum að aðrir upplifa óöryggi og fjarlægð og getur alið á einhvers konar þurfandi hegðun, – sem væri ekki til staðar, ef við værum tilbúin að opna hjarta okkar.  Fólk getur verið hrætt við það, en Lissa segir að hún hafi séð það margsannað að ef þú gefir þeim sem þú elskar leyfi til að særa hjarta þitt, muni hjartað stækka, jafnvel þó það særist.  Þegar við getum gert þetta, – er líklegra að við finum jafnvægi milli nándar og rýmis.

Hér lýkur lista Lissu, – það sem mér finnst einna merkilegast við þetta er það að hætta að loka á hjartað þó það særist, – þó að við förum í gegnum samband sem ekki gengur að vera ekki hrædd, heldur halda áfram að elska, – þó ástin beinist ekki endilega að aðilanum sem getur ekki elskað þig til baka. 

ÁSTIN ER MÖGNUÐ

249106_10150991795971001_1629834884_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s