Líkamsstaðan skiptir máli …

peanuts11oct07

Þessa teikningu var ég með uppi á vegg hjá mér á aðstoðarskólastjóraskrifstofunni minni. – Ásamt æðruleysisbæninni og skilti „We Can Do It“

Það er ekkert bull að líkamsstaða okkar skiptir máli. –  Það hefur verið rannsakað og nýlega hlustaði ég á fyrirlestur á fyrirlestur á TED.COM  en þar var kona að tala um mikilvægi líkamsstöðu.

Alveg eins og það að bíta þvert í penna – s.s. neyða sig til að brosa, eykur gleðina okkar.  Virkar það að setja sig í „power-pose“ eða stellingu þar sem við höfum vald, – til þess að við upplifum okkur öruggari.  Þetta er ekki eitthvað „vúhú“ – þetta eru vísindi.

Beach-Heart

Þannig að – t.d. ef við viljum auka sjálfstraust,  þá æfum við okkur heima. – T.d. fyrir fyrirlesturinn sem við þurfum að flytja í skólanum eða í vinnunni.  Þá stöndum við ekki eins og lúpur,  við krossleggjum ekki hendur og fætur, eða fitlum við hálsinn. –  Við tökum okkur pláss.   Heimaverkefnið yrði því að fara í stellingu þar sem við lítum út fyrir að vera örugg. –  Stellingu sigurvegarans sem breiðir út hendurnar eins og hann sé til í allt,  stellingu þess sem hefur valdið, –  og þá stöndum við gleiðfætt og tyllum höndum á mjaðmir. –

Líkamstjáning er jafn mikilvæg – ef ekki mikilvægari en orðin sem við notum.  Við gefum ákveðin skilaboð í raun bara eins og hundarnir gera.  Við tölum stundum um lúpulegan hund.  Það er þá hundur sem setur undir sig bæði rófuna og hausinn, og lætur sem minnst fyrir sér fara.

Það þarf ekki að standa eins og ofurhetja í fyrirlestrinum sjálfum,  þó að það sé gott að taka smá ofurhetjupósur til að styrkja andann – fyrir hann.

Andinn og líkaminn vinna saman, – svo það er gott að vita hvernig samstarfið virkar! …

Og muna svo að tala aldrei illa til líkama síns, því hann er samstarfsfélagi!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s