Vertu „einhver“ en ekki „einhvers“ …

Ég sá danska grein um það hvernig okkur tækist að eyðileggja lífið án þess að átta okkur á því.  Þar kom ýmislegt fram, en fyrsta atriðið var þetta:  „Þú eyðileggur líf þitt með að velja rangan maka“ – en það skrifar pistlahöfundurinn Bianca Sparacino og hvað meinar hún með því?

Jú, hún segir í framhaldinu, – að við gerum stór mistök þegar við leggjum allt kapp á að verða „einhvers“ í staðinn fyrir að vera „einhver.“

Samband sem er skapað af þörfinni til að fylla tóma plássið í rúminu við hliðina á þér, sem svarar þörfinni fyrir athygli – frekar en þörf fyrir ástríðu, það er ekki kærleikssamband, sem blæs þér gleði í brjóst þegar þú vaknar á morgnana. –

Þess vegna eigum við að leyfa okkur að vera ein. Borða ein, sofa ein og fara ein á samkomur.  Og bíða eftir ástarsambandi sem vex upp af ástríðu. –


Sumir segja að þegar við erum orðin sátt við að vera ein, þá séum við í raun tilbúin í samband við aðra sátta manneskju. –  Þegar við erum „á þörfinni“ – þá getur það verið samband sem hefst í örvæntingu, eins og áður kemur fram – örvæntingu eða einmanaleika.

Málið er að einmanaleikinn hverfur ekki ef að aðilinn sem deilir með þér rúminu, borðar með þér morgunmat o.s.frv. er rangur aðili, þ.e.a.s. er ekki af heilum hug í sambandinu.

Það er því góð pæling – eða íhugun þetta að vera „einhver“ en ekki bara „einhvers.“

Hvað er heilt samband eða ekta? –

Það er líklegast þegar báða aðila langar að vera í sambandinu fyrir sjálfa sig, en ekki bara fyrir hinn aðilann (eða jafnvel bara fyrir börnin eða aðra ættingja).

„Ó hvílikt frelsi að elska þig“ – er ein besta setning til að lýsa „raunverulegu“ sambandi að mínu mati.

Það er líka frelsi að elska sjálfan sig og þykja vænt um sjálfan sig.

Ástin er frjáls og ástin er skilyrðislaus.   Ekkert „ef“ þar, því þá er hún háð skilyrðum og ekki lengur sönn og heil.

what-is-real4

Ein hugrenning um “Vertu „einhver“ en ekki „einhvers“ …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s