Ég trúi …..

Ég afvegaleiddist í trúnni, – nú nýlega þegar ég fékk þær fréttir að ég væri með krabbamein í eitlum í hálsi. –  Ég fór yfir á veg óttans og eymdarinnar, – veg sem ég hef nákvæmlega engan áhuga á að ganga,  vegna þess að vegur trúarinnar er bæði miklu skemmtilegri og gefur mér svo mikla gleði og von. –

Ég varð allt í einu steinninn í eigin farvegi, – en sem betur fer ekki lengi.  Þurfti bara að opna augun, opna hjartað og fá betra líf (eins og Páll Óskar syngur um).

Öll mín prédikun fauk út um gluggann, öll mín prédikun um að ganga lífíð i gleði á meðan við hefðum líf.   En ég hljóp á eftir henni og hún hafði ekki komist langt.  Hún lá hér útí garði og hafði flækst í snúrustaurunum.   Skrítið hvernig maður (kona) getur dottið niður í gamla farveginn – eða ekki skrítið því auðvitað erum við mennsk og það er búið að mála hlluti eins og krabbamein eins og eiturmerki og við verðum hrædd.   Ég sem veit alveg að það er óttinn sem veikir og hindrar bata. –   Ég er ekki hrædd – lengur.

Ég er hoppandi, himinlifandi yfir að hafa komist aftur á farveg gleðinnar.  Ég veit það að ég þarf að huga að tilfinningalífi mínu fyrst og fremst, annað er aukaatriði, öll framkvæmdin. 

Ekki vera glöð ÞEGAR eitthvað eða EF eitthvað – heldur bara NÚNA ❤

Textinn hér að ofan er skrifaður eftir að ég las þennan texa sem kemur hér á eftir:

„Well being is the basic nature of your body. – Well being should be yours – and your cells know exactly how to ask and what to do and if you would completely get out of the way and trust, you would become well again, because the cells know what they need and they are asking from their direct source of life, and if you are not in the way of that that cell is going to find their way of recovery.And if that cell does, the other one can and you are going to feel very good.

The trick is: – How do I do that when I hurt? – How do I do that when somebody gives me a label that frightens me? Got to separate the two journeys. You can have the illness and feel hopeful or have the illness and be afraid. You just got to soothe yourself, words like faith and trust can be irritating, but there is a vibration within those words – faith and trust – the vibration that is really at the heart of these words are a non resistant place – expecting well being even before I have any reason to given the evidence that I have. People usually say Give me reason to have hope, and I´ll have hope, give me reason to have faith“ and I´ll have faith. That´s why  so many mythology so many different medicine and so many different processes have come about. Anybody who can give it to them is a powerful healer. People are almost frantic for hope. –

Tend to your emotional journey first – and the action will come so much easier“ – Abraham Hicks (Esther)

EIGUM GLEÐILEGT ÁR – ÁR TRÚAR VONAR OG KÆRLEIKA!  

971218_563124067057884_436886814_n(1)

2 hugrenningar um “Ég trúi …..

  1. Elsku Jóhanna gangi þér vel 2015 og takk fyrir að pósta svona uppörvandi pistlum! Það er ekkert eðlilegra en að hrökkva við þegar maður fær einhvern fjanda í sig og sýnir að þú ert mannleg. Maður dettur reglulega ofan í gamla lækinn og gott þegar maður fattar að maður vill ekki dvelja þar nema örstutt!! Eigðu frábær áramót!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s