Pjakkur <3

Lítill voffi – hann Pjakkur – kvaddi þennan heim óvænt á fyrsta degi nýs árs. Eins og fram kemur í pistlinum var hann „stjúpömmuhundur“ – í tvö ár, en það er kannski einmitt lýsandi fyrir hvað lífið verður flókið þegar tveir einstaklingar fara í samband og slíta því svo aftur, – það er ekki bara fólk sem fléttast inn í samböndin og er svo eiginlega kippt úr sambandii aftur, heldur eru það líka blessuð dýrin. Væntumþykjan hverfur þó ekki, þó að samskiptin séu ekki lengur. Ef það gerist er það að sjálfsögðu ekki ekta væntumþykja eða kærleikur.

Það tíðkast ekki að skrifa minningargreinar um hunda, – held ég – en mig langar að skrifa pinkulítið til minningar um lítinn fallegan Papillion – eða fiðrildahund eins og þeir eru kallaðir á íslensku,  sem var partur af lífi mínu í tvö ár.  Bæði um hundinn og líka eðli hundsins – hans Pjakks, sem kvaddi þessa veröld á fyrsta degi nýs árs 2015.

Það má segja að Pjakkur hafi verið „stjúpömmuhundurinn“ minn, en það var líka hún Kola, Mambó og Zorró. – En þetta voru allt hundar sem dætur fyrrverandi sambýlismanns míns áttu.  Pjakkur var svona hundur sem vildi að öllum líkaði við sig.  Þeir eru nefnilega með misjafnan karakter hundarnir eins og við mennirnir.  Hann varð stundum uppáþrengjandi, en einhvern veginn alltaf hægt að fyrirgefa svona miklu krútti.   Hann og Simbi, ömmuhundurinn minn – áttu margar góðar stundir saman.  Stundum slógust þeir um athyglina 😉   En það var nóg pláss fyrir þá báða undir sænginni, en sumir hundar elska að kúra undir sæng til fóta, nú eða alveg uppí hálsakoti.

Ég var hrædd við hunda þegar ég var barn,  en sú hræðsla hefur þróast yfir í algjöra andstæðu, þ.e.a.s. ást á hundum.   Sumum hrylllir við tilhugsuninni að hafa hund uppí rúmi, en ég man þá tíð að hafa tvo hunda og tvo ketti malandi í þokkabót og finnast í sælu.  Ég held þetta hafi eitthvað með líf og náttúru að gera.   Það er líka talið hollt að umgangast dýr, hollt fyrir sálina og svo það nýjasta líka:  fyrir ónæmiskerfið.  Við erum nefnilega OF þrifaleg og steríl – og þá verðum við viðkvæmari fyrir.

Ég kynntist Pjakki, eins og áður hefur komið fram í gegnum fyrrvverandi sambýlismann, en ung dóttir hans var „mamma“ Pjakks, og grætur hún og öll fjölskyldan þennan litla vin nú sárt.   Við hófum sambúð á Hvanneyri í septemberbyrjun 2012,  í raðhúsi þar sem ekki var ætlast til að hafa dýr, en fengum undanþágu fyrir Pjakk – og svo kom Simbi einstaka sinnum í heimsókn.

553710_4106805542236_832769237_n

Ég fann meira að segja mynd af Pjakki, þar sem húsið er enn tómt og við rétt að byrja að flytja.   Pjakkur var skemmtilegur, – kunni þó nákvæmlega ekkert að vera í borg og helst ekki í bandi og gelti á fólk þegar við fórum í göngutúr.  Það var bara gjamm hundsins sem vissi ekki hvernig hann átti að vera þegar hann mætti ókunnum.  Hann var allltaf góður og vildi öðrum vel. –

Pjakkur þvældist um allt – og fór stundum í pössun til langafa og langömmu. Eins og fleiri dýrkuðu þau litla Pjakk, þó langafinn kvartaði stundum undan honum.

Ég gleymi aldrei prédikun  sem sr. Heimir Steinsson heitinn flutti út frá trúarjátningunni, sem sumir vilja enda á „Ég trúi á upprisu mannsins“ –  en Heimir vildi ekki einskorða þessa upprisu við manninn, – heldur hafa það upprisu alls lífs, líka dýranna og þar er ég sammála.  Við sem erum dýravinir viljum sjá fyrir okkur að það sé ekki sérstakt hundahimnaríki og mannahimnaríki,  heldur séum við öll saman. –

Þegar dóttir mín var aðeins fjögurra ára (fyrir 29 árum síðan, sagðist hún hafa séð hundinn okkar sem var nýdáinn.  Hún lýsti honum á sínu barnalega máli „að hann væri með ekkert hár framan á fótinum og meiddi“ –   Hundurinn hafði verið rakaður á framfæti og sprautaður. –   Að svæfa þann hund var ein mesta eftirsjá lífs míns, – og var mikið grátið.  Við lærðum af því.

Barnið gat engan veginn vitað – og ég vissi reyndar ekki heldur þegar hún lýsti þessu, hvernig var, en pabbi hennar upplýsti mig um það þegar ég sagði honum frá þessari frásögu hennar.  Hún sá reyndar ekki bara hundinn sem barn, – hún var mjög næm og var oft að lýsa fólki sem var ekki á staðnum og hræddi unga móður sína upp úr skónum!

Ég hef þá trú að við getum hugsað til fólksins okkar sem er farið og það er komið til okkar, og það geta dýrin líka.  Æviskeið dýra er að meðaltali mun styttra en okkar mannanna,  svo við upplifum oftar sorgina yfir missi dýra.   Þau verða okkur misjafnlega mikið náin en okkur getur þótt svo ofur, ofur vænt um þau og þau verða stórir karakterar í okkar lífi og taka því mikið pláss,  þó þau séu bara lítil eins og litli Pjakkur var.   Það eru liðnir nokkrir mánuðir síðan ég sá Pjakk, og það var viss sorg í mér að hann væri ekki lengur partur af minni „fjölskyldu“ – eins og ffleiri – og mér brá þegar ég fékk fréttirnar að þessi litli hundur með góða hjartað og alla vinsemdina væri alllur. –  Barnabörnin mín dáðu Pjakk og systurdætur mínar líka.  Við kynntumst honum, þessum litla mjúka vini sem nú er farinn í himnaríki – ekki bara hunda – heldur allra.

1524273_10202218965929353_1078068075_o (1)

 

Ömmubörnin mín sem búsett eru í Danmörku hittu Pjakk ekki oft, en það varð strax gagnkvæm hrifning eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.

Pjakkur litli – minning hans er stór, eins og allra þeirra sem elska mikið og marga.  Ég finn til með ungu „hundamömmunni“ – sem er ekkert ósvipuð í eðli sínu eins og hundurinn hennar, með stórt hjarta og vill elska alla. ❤

Knús á okkur öll, það er allt í lagi að gráta það sem er okkur kært, þó sumum finnist það litiið þá eru þessir „sumir“ ekkert staddir í okkar sporum og við getum aldrei skilið hvort annað fulllkomlega.  En við getum virt hvort annað  og tilfinningar hvers annars.

ÁST út í alheiminn til manna og dýra og alls sem lifir.

10009878_10202663315077804_1389508939_n (1).

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.

Lag: Thorbjörn Egner
Texti: Kristján frá Djúpalæk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s