Uri Geller á eftir að hafa komist að eftirfarandi niðurstöðu eftir að hafa stúderað síendurteknginu tölunnar 11: “It is in my opinion and feeling that the endless recurrence of the number eleven represents some kind of a positive connection or a gateway to the mysteries of the universe. And beyond.”
Ég færi þetta hér til bókar, – því ég hef áhuga á tölum (eins og áður hefur komið fram. Hef oft lent í því að sama tala birtist mér tvisvar í röð svo vænti ég þeirrar þriðju. –
Nýlega þurfti ég að fara í viðtal á deild 11 C á Landspítalanum, – þar fékk ég að vita að ég ætti að fara í „jáeindaskanna“ í Kaupmannahöfn. Ég bókaði flug hjá Icelandair, og fékk sæti 31 eða eitthvað svoleiðis. Daginn eftir kom tilkynning um breytingu á sæti í tölvupóstinum. Það var sæti 11 C. Mér fannst þetta eftirtektarvert og sagði frá því á fésbókinni. Svo var það daginn eftir að ég flaug, – á Kastrup flugvellli beið mín fallegur hvítur Audi, og ég kímdi við þegar að afgreiðslumaður Europcar sagði á dönsku: „Plads nummer 11“ .. ekkert C þar, en þarna voru komnar þrjár ellefur. –
Mikið af fólki kannast við að líta á klukkuna og sjá 11:11 – og ég hef á sl. ári lent oftar en ekki fyrir aftan bifreiðar með bílnúmer 111 og náð því á mynd. –
Alllt tilviljun? – Örugglega er þetta þannig að margir sjá þessar tölur, eða þær koma til þeirra en taka ekkert sérlega eftir því. – Mér finnst þetta merkilegt og smá sannindi að það er eitthvað „meira“ sem við höfum ekki fullan skilning á. Skilaboð eða hvað sem það er.
Lífið er dularfullt.