Fiðrildi í jáeindaskanna (PET scan)

Nú er ég voðalega upptekin af sjálfri mér og að ná heilsu, ef einhver hefur áhuga á að lesa um það, þá er velkomið að fylgjast með. Kannski gagnast þessi skrif líka öðrum í sömu eða svipaðri stöðu.

Forsaga:  Það var árið 2008 að fjarlægður var fæðingarblettur af öxlinni á mér.  Hann greindist sortuæxli, en þó mjög grunnt.  Þegar búið var að skera í annað sinn voru brúnir hreinar, sem þýðir að ekkert varð eftir. – Þess vegna kom það á óvart (miðað við tölfræðina)  að sortuæxli fannst í eitlum í hálsinum núna kortéri fyrir jólin 2014, –  næstu eitlum við staðinn þar sem bletturinn hafði verið fjarlægður.  Ég fór til læknis 18. desember,  19. des var ég send í ómskoðun og þar sást strax að eitlar voru kúlulaga (eiga að vera möndlulaga) og var tekin ákvörðun um ástungu, sem var gerð á staðnum). 22. desember hringdi svo heimilislæknirinn í mig með þær fréttir að það væri krabbamein í eitlunum og fyrir hádegi 23. des var ég komin í skanna á lungum, heila og fleira i Röngen Domus.  (Það er ekki hægt að kvarta undan heilbrigðisþjónstunni í mínu tilfelli).   Eftir hádegi 23. des hringdi heimilislæknirinn í mig með þær góðu fréttir að þetta væri staðbundið við eitlana tvo,  þ.e.a.s. ekkert meira hefði sést.

Ég fagnaði gífurlega, grét af gleði hreinlega. –  Hélt að ég myndi bara fara í aðgerð, þar sem eitlunum væri kippt út, plástur yfir og ég aftur í vinnuna.  (Það var full mikil bjartsýni).

Í framhaldi af þessu fékk ég tíma hjá krabbameinslækni (sem er víst flinkastur í lengra gengnum sortuæxlum)  – og eftir viðtalið hjá honum og skoðun var ákveðið að ég yrði send út í PET scan, eða jáeindaskanna, sem er of dýrt tæki til að setja upp á Íslandi.

Þetta var sko forsagan, – en nú er ég búin að fara í skannann og eftirfarandi er skrifað í dag, 21. janúar, daginn eftir skannaferð. –

Áður en ég fór í PET scan – eða jáeindaskanna vissi ég lítið um slík tæki.  Jáeindaskanni er ekki til á Íslandi og ef að þörf þykir eru Íslendingar sem kenna sér ýmiss meins sendir út til Kaupmannahafnar í þennan jáeindaskanna.  Þar er ég einmitt stödd núna og fór í skannann í gær. – Það er ekkert til að óttast, en auðvitað er það þannig að ef þú ert á annað borð að fara í svona skanna,  þá er óvissa undirliggjandi og eflaust er það óvissan sem við flest hræðumst.  Þ.e.a.s. kannski niðurstaðan.  Hvað finnst? –  Það er gott ef að niðurstaðan úr skannanum er neikvæð,  því þá er neikvæðnin jákvæð 🙂 ..

Ég fann eftirfarandi texta á netinu, á síðu um þessa skanna:

„For a myriad of reasons, doctors will ask patients to have a PET scan to evaluate such conditions as:

  • Alzheimer’s disease
  • Brain tumors
  • Generalized cancer
  • Seizure disorders

Doctors also use PET imaging to prepare for cancer treatments since this type of test can help them see the starting size of a tumor.

During the test, images of the body are taken by a special machine. These images are then read by a physician who helps offer your doctor insights into what is going on inside your body.“

Þarna eru s.s. taldar upp ástæðurnar fyrir því að fólk fer í jáeindaskanna, – það er til að meta ástand eða útbreiðslu ýmissa sjúkdóma og til að finna út t.d. stærð upprunalegs æxlis og að undirbúa krabbameinsaðgerðir.  Það má eiginlega segja að verið sé að kortleggja líkamann og meinið. –

Ég var látin liggja í tæpan klukkutíma fyrir skönnun, sett var upp nál í æð, tekið stutt viðtall og svo blóðprufa. –  Svo var einhverju efni dælt úr einhverri vél (einhver/einhver (svona er ég vel að mér :-)) .. inn í æðina. Eflaust þessu geislavirka.  Síðan fékk ég 1/2 litra af glúkósadrykk sem ég var látin sötra – og mátti leggja mig (átti reyndar að liggja kyrr) í klukkutíma, og míns var ekki stressaðri en svo að ég steinsofnaði.

Svo var ég kölluð inn í skannann, sem var miklu vinalegri en heilasneiðmyndatækið sem ég fór í viku fyrr á Íslandi.  Það var þrengra og yfir höfuðið var settur hjálmur.  En skanninn tók ca. 20 -30 mínútur og þar var dælt skuggaefni í æð,  – og þegar það kemur inn í líkamann hitnar manni á bringunni og alveg niður í blöðru, og ef ég vissi ekki betur, hefði ég haldið að mér væri mál að pissa. –

Ég vonast til að þurfa ekki að fara í mikið fleiri svona mælingar, þar sem alls konar er dælt inní mann, frekar mishollu giska ég á. –

Ég þurfti að liggja með hendurnar upp yfir höfuð alllan tímann, og var farið að verkja í handleggina, en þá mundi ég eftir því sem Binni bróðir hafði verið að segja við mig um morguninn, – að þegar hann err í hugleiðslu og finnur verk á maður bara að taka á móti honum, ekki gera neitt í því. –  Leyfa sársaukanum að koma og ….. fara.  Og ég gerði einmitt það.  Náði að dotta aftur og svo stöðvaði skanninn og ég opnaði augun.  Í eina sekúndu hélt ég að ég væri komin til himna, því að ég horfði á fiðrildi í öllum litum. – En það var virkilega bara ein sekúnda, eða kannski hálf – því að ég gerði mér fljótlega ljóst að fiðrildin voru máluð í skannann að innanverðu.  Þar sem skanninn var stopp, hélt ég að ég væri gleymd. Allir væru bara farnir í mat eða eitthvað, en mundi svo að í leiðbeiningunum (gott að lesa þær á undan)  var sagt að maður þyrfti að bíða meðan verið væri að kanna hvort að myndirnar hefðu heppnast. –   Svo kom þessi yndislega kona og renndi mér fram úr skannanum aftur og sagði  „Du laa helt stille, sa billederne er OK“ ..   Ja, ja, jeg var meget stille, (leið eins og ég væri 5 ára) 🙂 ..

En falleg hugmyndafræði (sálfræði?) að hafa nokkur fiðrildi máluð innan í annars kuldalegt tæki. –  Það eru oft þessir litlu hlutir sem verða stórir og mikilvægir, eins og fyrir mig í þessu tilfelli. –  Mér var létt eftir skannaferð,  og nú er bara eftir að fá að vita niðurstöður og svo hvort og hvenær aðgerð verður gerð á krúttlegu eitlunum mínum.

Ég hef lesið mikið um mataræði og krabbamein undanfarið og – það skaðar a.m.k. ekki að prófa að „svelta“ krabbameinsfrumurnar og ekki gefa þeim það sem þeim finnst gott.

Geri mitt besta og vonandi við öll.

10679950_10152340343462344_8825098239313946217_o

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s