Að vinna saman ….

Hvort sem um er að ræða skóla,  fyrirtæki eða fjölskyldu, – þá skiptir máli að á þessum stöðum sé samvinna. –   Samvinna,  en ekki að fólki sé skipað eða það sé skammað til verka.-

Hvers vegna? –

Jú, vegna þess að það er vissulega hægt að fá fólk til að gera hluti með því að skipa því eða skamma það, stilla upp við vegg og hóta afleiðingum, ef það geri ekki eins og sá sem stjórnar segir, en það gerir fólk óánægt og það myndast hjá því mótstaða. –   Þetta verður aldrei nema skammtímalausn.

Þessi spurning „Hvers vegna?“ – er lykilspurning í samvinnu. –

Hvers vegna erum við að taka til?  Hvers vegna erum við að læra stærðfræði?  Hvers vegna ætti ég að taka þátt í verkefni með öðrum? –

Svarið ætti alltaf að vera okkur í hag, það er að segja – að þegar upp er staðið er þarna einhver lærdómur, gleði, viska = árangur!

Þegar okkur er skipað – og það fer fyrir brjóstið á okkur og byrjar að malla óánægja en gerum hlutinn samt, þá myndast ótrúleg gremja innra með okkur og þessi gremja getur hlaðist upp og við orðið annað hvort mjög reið eða hreinlega veik af óánægju.

Ég er alveg afskaplega viðkvæm fyrir þessum stjórnandastíl – og vegna þess að lífið á að vera skemmtilegt og ánægjulegt, þá er bara miklu betra að vinna saman.

Það er hægt að fá fólk til samvinnu með því að biðja það um hjálp, eða búa til reglur saman.  Útskýra – af hverju er verið að gera hvað.   Auðvitað þarf ekki að útskýra hvert einasta smáatriði,  og þegar leiðtogi /foreldri/kennari er traustsins verður getur hann sagt: „Nú þarf að gera þetta“ –  eða komið með eitthað plan sem þarf að vinna, en það skiptir máli hvernig planið er kynnt, enn og aftur. –

SKAMMA – SKIPA  stjórnunarhættir ganga aldrei upp, – þess vegna eru hringborðsstjórnunarhættir mun betri en píramída. –  Því það verður býsna þungt fyrir þau sem eru neðst í píramídanum. –

Það sem skammirnar gera – þær eru auðmýkjandi fyrir viðkomandi, hvort sem það er barn eða fullorðinn. –  Ég hef skrifað margar greinar um skömm og niðurlæginguna við hana og skömmin skapar vanlíðan sem er yfiirleitt undirrót allra fíkna. –   Þegar okkur líður illa (það er farið að grafa um sig óánægja eins og ég lýsti hér að ofan)  -Og við getum ekki fengið útrás fyrir óánægjuna.  Þá þurfum við að deyfa með einhverju og þannig skapast fíknin.

Það er öllum í hag að vinna saman –  því að ánægðir einstaklingar vinna betur, hvort sem það er á heimili, í skóla eða á vinnustað – nú eða í heilu landi og þess vegna kjósum við lýðræði ekki satt? –

Að vinna saman, þýðir að við veitum athygli þeim sem vinna með okkur og við hlustum og sýnum skilning. –  Það snýst ekki um samkeppni eða  „hver ræður?“ –   Það snýst um það að vinna að sameiginlegu markmiði.   Þess vegna þurfa markmið að vera skýr og þetta „hvers vegna?“ – þarf að vera skýrt. –

Sameiginleg markmið – allls fólks hljóta að vera:  Friður, Gleði, Heilsa, Kærleikur og svo fram eftir götum, – það eru þessi innri markmið sem við verðum að ná til þess að það sé eitthvað varið í þau ytri. –   Ytri markmið er t.d. að ná prófi, eignast hús eða bíl, eignast maka eða börn, svo dæmi séu tekin. –   Ef við erum ekki með þessi innri í lagi, þá finnum sjaldnast til gleðinnar yfir ytri markmiðum,  nema kannski í örskamma stund.

Heimili, skóli, vinnustaður – nú eða bara allur heimurinn þyrfti að starfa saman að þessum markmiðum,  en það getur hver og ein/n byrjað heima hjá sér, að vinna að góðum markmiðum. –  Leiðtogar eru fyrirmyndir og þeir byrja hjá sér.  Að finna SINN  frið, gleði, heilsu og kærleika. –

Þarna liggur styrkleiki leiðtogans og fyrirmynd er besti leiðtoginn, að vera breytingin sem þú vilt sjá í öðrum. –

Skammir eru auðmýkjandi  –  það er hægt að leiðbeina fólki með öðrum hætti, að ræða um mistökin o.s.frv. –  og nota uppbyggileg orð. –

Það er hægt að fá fólk til samvinnu með góðu, – og þegar það gerist LANGAR fólk til að vinna saman og það er þessi löngun sem skiptir ölllu máli. –  Það er ekkert gaman að vinna með fólki – eða vera í fjölskyldu þar sem viðkomandi langar ekki að vera að gera það sem hann er að gera, eða langar að vera staddur annars staðar. –

Munum svo að vera ekki harðstjórar í eigin lífi – vera þau sem eru að setja okkur sjálf niður og auðmýkja, – hvernig ætlum við að byggja aðra upp með þannig nesti innanborðs? ..

Samhygð – skilningur – samvinna – sátt …  verum sterk!

Samvinna felst í því að byggja sjálfan sig og  hvert annað upp! 

5686ea324c13961eb15ef1c3cec84e9b

2 hugrenningar um “Að vinna saman ….

  1. Frábær hugleiðing.Vertu breytingin sem þú villt sjá í öðrum. Við getum unnið með okkur sjálf í því sem við finnum að vantar hjá öðrum. Börnin okkar finna þá hvað það er gaman að gera hlutina og vilja vera með. Við getum byrjað á þessu heima hjá okkur , fundið gleðina í því að þrífa elda eða taka til. Skapa og læra.

  2. Bakvísun: Hvað er valdefling? | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s