Ég held að okkur dreymi flest um að eiga eina sanna ást – sem endist okkur ævina. – En sá draumur rætist ekki nema hjá sumum. Aðrir eiga margar ástir – sumar endast og sumar fjara út. En ein ást er ekki betri en önnur, á meðan hún er sönn. –
Ást er alltaf góð, og ástin á sér ekki fleiri hliðar, – ef hún breytist í eitthvað annað þá er hún eitthvað annað. En eitthvað annað er ekki ást! ..
Það fer ekki alltaf saman að vera í sambandi og vera ástfangin. Stundum er fólk bara fangið, ekki ást-fangið. –
Það er gott að elska, eins og Bubbi syngur. – Hvort við elskum eina manneskju eða margar, – skiptir ekki máli. Ástin er aldrei vond, er það? ….