Egó og eignir

Við erum upptekin af egói og eignum. Það sem er „mitt“ – húsið „mitt“ – peningarnir „mínir“ – maðurinn „minn“ – barnið „mitt“  – landið „mitt“ .. og höldum þessu fast og til þess finnst okkur við þurfa að vera við stjórn 24/7 vegna þess að ef við höldum ekki getum við misst eitthvað af „okkar“ .. en í raun „eigum“ við ekki neitt. Ekki einu sinni fötin okkar, – því allt er þetta tímabundið. Við fæðumst nakin og förum héðan nakin. Ekkert af því sem við köllum „mitt“ nýtist okkur þegar þessu jarðlífi eignarinnar er lokið. Þá getum við væntanlega slakað á og verið frjáls frá þessu utanumhaldi og stjórnun. – Þá slökum við á – fullkomlega. Ég held að það sé í raun ástandið sem við viljum upplifa, þegar við förum í hugleiðslu, – það sé að losna við þessa tilfinnningu að við þurfum að hafa stjórn og passa upp á allt og alla, allt „okkar“ – og við í sjálfum okkur verðum nóg. –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s