„Ég er __________“

Ég tel það skipta miklu máli fyrir líðan okkar hvaða hugmyndir við höfum um okkur sjálf.  Þessar hugmyndir hafa oftast orðið til með félagsmótun, mótun foreldra, félaga, skóla og fjölmiðla –  sem þýðir að það er umhverfið sem mótar.

Ef við fengjum að vera í friði með okkur, þ.e.a.s. enginn þarna úti segði okkur hvernig við ættum að vera og hvernig við ættum ekki að vera, væri fróðlegt að hlusta á eigin hugsanir.  Ætli við myndum einhvern tímann segja “ Ég er nú meira fílfið“  – eða „Ég er misheppnuð/misheppnaður.“

Wayne Dyer,  andlegur meistari sem nýlega er fallinn frá, 75 ára að aldri,  lagði ríka áherslu á að fara varlega með orðin „Ég er“ –  því nafn Guðs væri  „Ég er“  Við erum sköpuð í Guðs mynd, og þá er það ekki síst sú hugmynd að við séum skaparar eins og Guð.

Við sköpum okkar veröld með öllum þessum hugmyndum um okkur:  „Ég er ________“

Hvað við setjum þarna á línuna skiptir mjög miklu máli, því við erum í raun að skapa okkur og okkar líf. –

Þess vegna er svo mikilvægt að nota jákvæðar staðhæfingar um okkur og líf okkar.

Mínar staðhæfingar væru t.d.

„Ég er hamingjusöm“  „Ég er sátt“  „Ég er hraust“   „Ég er glöð“  „Ég er gefandi“  „Ég er yndisleg“  „Ég er þakklát“  „Ég er rík“  „Ég er nóg“  .. o.s.frv..

Hver og ein/n finnur sínar staðhæfingar,  en ekki skapa meira neikvætt í lífinu með því að leggja neikvæð álög á okkur.

Hvað myndir þú setja þarna á línuna?   (Og kannski breyta frá neikværði sköpun í jákvæða)

„Ég er  ____________________________“  ..

i_am_enough

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s