„Já – veröld“ …

„When you say yes to live, live says yes to you“ … þetta segir hún Louise L. Hay, sem er nokkurs konar ókrýnd drottning jákvæðra staðhæfinga.

Eða:

„Þegar þú segir já við lífið segir lífið já við þig“ ..

Þetta er í anda lögmálsins um aðdráttaraflið,  að við löðum það að okkur sem við hugsum. – Nú eða sköpum heiminn með hugsunum, og þá er nú heldur betur gott að hafa þær jákvæðar en ekki neikvæðar.

Louise Hay segir að það sé búið að forrita okkur á þann hátt að við trúum því að lífið verði okkur bara gott ef við borðum spínatið okkar, höldum heimilinu hreinu, greiðum okkur, séum stillt o.s.frv.  Þrátt fyrir að þetta séu ágætir hlutir að læra, hafi þeir ekkert með okkar innra verðmæti að gera. Það sem við þurfum að sannfærast um er að við erum nú þegar nógu góð, og án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut eigum við skilið dásamlegt líf.

Staðfesting til að eignast þetta dásamleg líf:

„Ég opna faðminn upp á gátt og lýsi því yfir með kærleika að ég tek á móti ÖLLU GÓÐU!“ ..  það má svo bæta við „JÁ TAKK VERÖLD“ ..  vegna þess að þakklæti laðar líka að sér þakklæti.

Ef þér finnst þú langt frá þessum stað, – ert ekki í essinu þínu (kjarna þínum) slakaðu þá á og hugsaðu inn í hjarta þitt, andaðu djúpt inn kærleika og gleði og andaðu út vonleysi og leiða. –  Svo má fara aftur með jákvæðu setninguna:

„Ég opna faðminn upp á gátt og lýsi því yfir með kærleika að ég tek á móti ÖLLU GÓÐU!“ ..  það má svo bæta við „JÁ TAKK VERÖLD“ ..  vegna þess að þakklæti laðar líka að sér þakklæti.

louise-hay-chang-thinking-life-light-1j9y

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s