Hversu þungt er glasið? ….

1003726_598713920168936_710007489_n

Einu sinni var sálfræðingur sem var að kenna kvíðastjórnun.  Hún tók upp vatnsglas og nemendur hennar héldu auðvitað að hún ætlaði að fara að spyrja þá þessarar klassísku spurningar,  hvort að þeir sæju glasið hálftómt eða hálffullt?

En þess í stað,  spurði hún með bros á vör: „Hversu þungt er glasið?“ ..

Nemendur voru með ýmsar ágiskanir – allt í grömmum.

Sálfræðingurinn svaraði: „Hin raunverulega þyngd skiptir ekki máli.  Það sem skiptir máli er hversu lengi er haldið á því. –

Ef ég held á því í mínútu, er það ekkert mál.

Ef ég held á því í klukkutíma, fer mig að verkja í handlegginn.

Ef ég held á því heilan dag, fer handleggurinn að verða dofinn og lamaður af þreytu.

Auðvitað breytist ekki raunveruleg þyngd glassins,  en eftir því sem ég held lengur á því, þess þyngra verður það.“

Síðan hélt hún áfram: „Stress og áhyggjur lífsins eru eins og þetta vatnsglas.  Hugsið um það í stuttan tíma og ekkert gerist.  Hugsið um það aðeins lengur og þið farið að finna til. Og ef þið hugsið um það allan daginn, verðið þið lömuð – gjörsamlega ófær um að gera nokkurn skapaðan hlut.“

Munið að leggja glasið niður!

Heimildir:  héðan og þaðan af netinu, – ég sá þessa sögu á mörgum stöðum! 

Ein hugrenning um “Hversu þungt er glasið? ….

  1. Bakvísun: Mest lesnu pistlarnar … | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s