Maður nokkur fékk afhentar fimmtíu milljónir og boðið að ganga inn í verslunarmiðstöð og kaupa allt það sem hann vildi. – Fyrsta verslunin var fornminjaverslun. Þar voru mottur sem honum fannst forljótar, – en hann pantað sex mottur og lét senda þær heim. – Þær kostuðu 100 þúsund krónur hver, svo hann átti enn eftir fjörutíuogníumilljónir og fjögurhundruðþúsund. Þá gekk hann inn í næstu búð sem var verslun með lömpum. Þetta voru frekar gamaldags lampar og honum fannst þeir ljótir, en færu væntanlega vel með mottunum, svo hann pantaði sex lampa og lét senda þá heim. – Svona hélt hann áfram koll af kolli, – og keypti það sem honum fannst ljótt og hann langaði ekki í. Þar að auki, þegar fór að grynnka á fimmtíu milljónunum sem hann átti upphaflega, voru honum réttar aðrar fimmtíu milljónir og hann gerði sér grein fyrir að hann myndi aldrei verða blankur!
Þessi sögu hér á undan heyrði ég hjá Wayne Dyer, og hann notar hana sem dæmisögu um hvernig við notum hugsanir okkar.
Hugsanir okkar eru gjaldmiðill okkar. – Við hugsum svo mikið um það sem við viljum ekki. Þannig fáum við heimsent það sem okkur langar ekkert til að fá heim til okkar.
Mér fannst þessi dæmisaga svo áhugaverð, að ég ákvað að deila henni hér á blogginu mínu, – ekki síst fyrir sjálfa mig til að rifja hana upp.
Hversu miklu höfum við eiginlega sankað til okkar af drasli og dóti sem við höfum ekkert við að gera? – Þá er ég að tala um huglægt drasl og dót, en vissulega á þetta oft við um áþreifanlegt drasl og dót, og má eiginlega alveg líkja því saman.
Margir finna til léttis þegar þeir hafa tekið fataskápinn eða geymsluna í gegn og hent því eða gefið sem þeir þurfa ekki að nota. Á sama hátt getum við fundið til léttis þegar við losum okkur við hugsanir sem við höfum ekkert að gera með lengur.
Kannski þurfum við að fara að hugsa hvað okkur langar að hafa heima hjá okkur, í stað þess hvað við viljum ekki hafa þar, – því alheimurinn virðist bara ekki heyra þetta „ekki“ 🙂 ..
Þar sem ég var að hlusta á Dr. Wayne Dyer heitinn, – þá opnaði ég Facebook, og vinkona mín, sem hugsar mikið um andleg málefni, póstaði meðfylgjandi mynd og fannst mér hún passa vel við. – Kannski ekki tilviljun að hún „poppaði“ upp á meðan.
Hamingjan er að anda djúpt hugsa fallegar hugsanir ❤
Ekki „kaupa“ það sem okkur langar ekki í – en um leið getum við fagnað því að eiga óendanlega uppsprettu hugsana, þannig að ríkidæmi okkar er gífurlegt!