Neikvæðni náungans er ekki þitt vandamál ..

Haltu jákvæðni þinni þó neikvæðnin umkringi þig.  Brostu þegar aðrir reyna að draga úr gleði þinni.  Þannig heldur þú áhuga og fókus. Þegar aðrir koma illa fram við þig, haltu áfram að vera þú.  Aldrei láta biturð annarra breyta þeirri manneskju sem þú ert. Sjaldnast gerir fólk það sem það gerir vegna þín, það gerir það sjálfs sín vegna.

En fyrst og fremst, aldrei breyta þér – einungis til að geðjast einhverjum sem segir þér að þú sért ekki nógu góð/ur.   Gerðu breytingar sem gera þig að betri manneskju, og sem leiða þig að bjartri framtíð.

Fólk mun tala, sama hvað þú gerir og hversu vel þú gerir það.  Svo hugaðu að sjálfri/sjálfum þér – áður en þú ferð að hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsa.  Ef þú hefur sterka trú á einhverju, ekki vera hrædd/ur við að berjast fyrir því.  Styrkurinn felst í því að komast yfir það sem aðrir telja ómögulegt.

Gerðu það sem gleður þig, og vertu oftar með þeim sem fá þig til að brosa.

(þýtt af internetinu)..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s