Hættum að eyða orku í að leita að sökudólgum …

Ef við viljum komast áfram í lífinu, – þá er einn leikur sem við verðum að hætta að leika – hann kallast „the blame game“ – eða „Leitin að sökudólginum“ … Fólk á oft erfitt með að trúa að þetta sé svona, en þetta er margreynt. –

Wayne Dyer skrifaði:

„All blame is a waste of time“ …

Það að leita að sök – eða sökudólgum er tímaeyðsla.  Alveg sama hversu mikla sök þú grefur upp hjá öðrum,  og alveg sama hversu mikið þú ásakar viðkomandi, – mun það ekki breyta þér.  Það eina sem sökin gerir er að halda athyglinni frá þér, þegar þú ert að leita að ytri ástæðum til að útskýra óhamingju þína eða gremju.  Þér getur tekist að láta einhvern annan fá sektarkennd með því að ásaka hann,  en þér mun ekki takast að breyta því sem liggur hjá þér sem er að valda þér óhamingju.

Dæmigert fyrir þetta er t.d.  eftir hjónaskilnað,  þegar  fólk er upptekið af fyrrverandi maka og hans hluta í óhamingjunni.  Sama hversu mikið drullað er yfir makann, það gerir hinn aðilann ekki hamingjusaman,  vegna þess að þegar athyglin er á einhverjum öðrum en okkur sjálfum – erum við fjarverandi okkur sjálf og höfum ekki orku til að byggja upp eigin hamingju. –

Því fyrr sem við sleppum því sem var og veitum athygli því sem er, okkur sjálfum og eigin hamingju því fyrr náum við sátt.   Og sáttin er staðurinn sem við veljum dvelja í.

Stundum er betra að vera hamingjusöm – en að hafa rétt fyrir okkur.

„Let it go“ ….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s