„Hverjum ertu að reyna að þóknast?“ …

Ég fór á GLS ráðstefnu um helgina,  en GLS stendur fyrir Global Leadership Summit, og þar lærði ég mikið og margt um eðli þess að vera góður leiðtogi.  Ég ætla að taka til mín það sem var sagt þar, um auðmýktina, kærleikann, þjónustuna, seigluna, endurgjöfina o.fl. o.fl. því eitt af því sem kom fram var einmitt það að líta í eigin barm, og ég held það verði aldrei nógu oft ítrekað, að þegar við förum og lærum þá er mikilvægast að byrja á sjálfum sér, en ekki fara að hugsa hvernig „hinir“ eiga að gera. –

Það sem kom í huga minn í morgun, var saga sem var sögð,  af manni sem hafði verið alinn upp hjá föður, sem niðurlægði son sinn ítrekað, og notaði öll þau orð í orðabókinni gagnvart honum sem flokkast frekar undir ofbeldi en uppeldi. –  „Stattu þig, ekki vera svona mikill aumingi“ … og svo frv. –

Þegar þessi sonur varð að ungum manni,  fékk hann opinberun og  köllun til að verða prestur.  Hann hafði marga góða eiginleika og var ráðinn sem prestur til safnaðar (í Bandaríkjunum þar sem sögusviðið er).   Að hans áeggjan var síðan ráðist í að byggja risastórt safnaðarheimili, – og til að gera langa sögu stutta, setti hann söfnuðinn á hausinn,  því að kostnaðurinn var of mikill.   Honum var sagt upp störfum,   en fékk fljótlega starf sem prestur hjá öðrum söfnuði,   en viti menn,  sagan endurtók sig!

Aftur stóð hann atvinnulaus, eftir að hafa staðið fyrir byggingu á safnaðarheimili sem átti að vera svo glæsilegt og fínt. –   Hann leitaði til eldri prests, og grét hjá honum, – sagði honum að hann hefði klúðrað í tvö skipti á sama hátt, en hann langaði bara svo til að söfnuðurinn ætti fallegt og stórt safnaðarheimili.

Þá spurði gamli presturinn hann:  „Hverjum ertu að reyna að þóknast?“  ..   eða eins og þeir segja á amerískunni    „Who are you trying to impress?“ ..

Hér kemur þögn … og ég er nokkuð viss um að flestir vita svarið við þessari gátu. Auðvitað er hann enn að reyna að þóknast föður sínum, – ekki Guði föður :-),  heldur líffræðilegum pabba,  sem fannst hann aldrei nógu góður eða duglegur og setti ofan í við hann. –

Þessi þörf fyrir að geðjast og þóknast foreldrum getur verið býsna lífsseig,  og hún getur fylgt okkur yfir í fullorðinsárin,  jafnvel þó þau séu fallin frá.  Stundum tekur maki við eða einhver annar, eins og heill söfnuður, – sem er e.t.v. ekki að gera þessar kröfur,  en við yfirfærum kröfurnar sem gerðar voru til okkar sem börn yfir á fullorðinsárin! ..

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu,  – vera vakandi og sjálfsmeðvituð,  af hverju við gerum eitthvað,  af hverju við bregðumst við á ákveðinn hátt o.s.frv.

Eru það viðbrögð fullorðinnar manneskju, eða særð barns sem er enn að reyna að þóknast og geðjast og öðlast samþykki hins ytra?

Það er sama hvert litið er, alls staðar „dúkkar“ upp það sem ég hef lært um meðvirkni, – en eitt af kjarnaatriðum í meðvirkni er að vilja þóknast og geðjast til að vera samþykkt og elskuð. –   Við förum af stað til að gera eitthvað til þess, eins og við séum manngerur en ekki mannverur.

Ég minntist á það í upphafi að við þurfum að byrja á sjálfum okkur, og það fyrsta sem við þurfum að gera er að samþykkja og elska okkur sjálf, en ekki bíða eins og betlarar eftir samþykki og elsku frá öðrum.   Út frá þeim grunni eru okkur í raun allir vegir færir,  því við hvílum örugg í kærleikanum og verðum þannig fyrirmyndir öðrum,  bestu kennararnir og bestu leiðtogarnir.

love_never_fails-3-1869

Ein hugrenning um “„Hverjum ertu að reyna að þóknast?“ …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s