Það var árið 2011 að ég skrifaði þennan texta, – við lagið sem Abba samdi, en ég tengdi við Mamma mia myndina:
Ég á mér draum
Ég á mér draum, í hjarta fann
heilt samfélag, um kærleikann.
Saman sterk við stöndum, leiðumst hlið við hlið
styðjum hvort við annað, færum hinu frið.
Ég trúi á engla,
eitthvað gott í öllum hægt að sjá
Ég trúi á engla,
og tími kominn fyrir frelsi´ að ná
Guð gefur gaum – ég á mér draum
Ég á mér draum, eitt ævintýr
í hjarta mér, heill heimur býr.
Veröldin sem opnast, við trú og nýja sýn
veitist okkur öllum, viskan verður þín.
Ég trúi á engla,
eitthvað gott í öllum hægt að sjá
Ég trúi á engla,
og kominn tími fyrir frelsi´ að ná
Guð gefur gaum – ég á mér draum.