Ert það þú eða maki þinn, ert það þú eða starfið þitt? ….

Við eigum það til að hengja hamingju okkar á umhverfið eða aðrar manneskjur. –  Þegar í raun – erum það við sjálf sem berum ábyrgð á hamingju okkar.  Á meðan við gerum það – gefum við líka frá okkur allt vald.  Valdið er í höndum t.d. maka, vina eða ættingja.  „Þetta er sko allt mömmu að kenna“ .. nú eða í höndum samstarfsfélaga „Þetta er sko allt þessum að kenna að ég get ekki verið ánægð/ur í vinnunni“ .. –   Svo getum við bara kennt því um að við búum á Íslandi –  „Helvítis ríkisstjórnin gerir það að verkum  að við erum óánægð“ .. –   Alltaf er valdið hjá hinum,  en ekki okkur 😦 ..

Mig langar í eins stuttu máli og mögulegt er, að útskýra svolítið mjög mikilvægt. –

Það er svo mikilvægt að það á erindi til næstum allra.

Lykilorðin í þessu eru:   „Fólus“ eða sjónarhorn  og  það að taka ákvörðun.

Kona kemur til mín í viðtal.  Hún er óhamingjusöm og telur ástæðuna vera þá að maðurinn hennar sé upphaf og orsök óhamingju hennar. –  Ef hún nú bara losni út úr þessu sambandi,  verði allt betra. –

Konan sem er búin að vera óánægð í langan tíma, – hefur í huganum búið til ósýnilegan lista yfir ástæður þess að yfirgefa manninn sinn.  Listinn er orðinn mjöööög langur, og maðurinn verður ómögulegri eftir því sem listinn lengist.  –     Hún áttar sig ekki á því að þessi listi sé til,   – en hann verður til vegna þess að fókus augna hennar er stilltur á allt það ómögulega í fari mannsins.

Það sem ég ráðlegg konunni,  er að gefa þessum manni tækifæri.  Einhverja X mánuði.   Ég útskýri fyrir henni að hún sé búin að skapa þennan lista.  Hvort hún sé til í að leggja honum og prófa að gera annan lista, og nú skriflegan gjarnan.    Hún prófi að taka eftir öllu því í fari maka síns sem er gott, jákvætt og þakkarvert.    Þessi kona er tilbúin,  því að það er ekki þannig að þessi maður sé ofbeldishneigður – þó henni sé farið að finnast hann beita sig einhverju andlegu ofbeldi,  en hún er tilbúin að skoða það líka hvort það geti verið að hún geri það lika þegar hún er að finna að hjá honum, – hæðast að honum o.s.frv. –  sem kemur óhjákvæmilega þegar hún á langa listann með öllum ómögulegheitunum.

Hún núllstillir sig,  –  fer heim – og skiptir um fókus.  Listinn er í stílabók, og nú leitar hún að kostum í stað galla.   Hún verður pinku hissa,  þegar hún fer að skrifa niður.  Hvað listinn verður fljótt langur.   Hún verður líka hissa þegar maðurinn fer að verða notalegri.

Hún kemst sjálf í aðra „tíðni“ – í betra skap. Því hugurinn er ekki fullur af því hvað maðurinn er ómögulegur.   –

Ég hef séð þetta virka – í alvöru.   Að sambönd bötnuðu og blómstruðu eftir svona fókusbreytingu.  –   Auðvitað þarf sá sem fókuserar á kosti makans,  líka að huga að sjálfum sér og lista niður sína kosti.   Eina frásögn heyrði ég af konu sem hreinlega gaf manni sínum jákvæða listann, og hann varð yfir sig þakklátur og fór að lista upp kosti eiginkonunnar.  –

Þessi lýsing hér að ofan á líka við um vinnustaði.   Það er eiginlega bara hræðilegt – hvort sem við erum í sambandi – hjónabandi – eða á vinnustað,  þar sem við erum óánægð og erum sífellt að leita að og stilla fókusinn á það sem er að! ..     Hver situr uppi með óánægjuna?

Bíddu,  en getur eitthvað batnað ef við erum ekki óánægð og ósátt?  –

Þar liggur nefnilega þetta mótsagnakennda, –   þegar við komumst í betra skap,  og sjáum meira af því góða – þá fara líka góðir hlutir að gerast.   Það er þá sem breytingarnar verða.

Það er enginn að segja að það eigi að láta bjóða sér eitthvað óboðlegt,  eins og ofbeldi eða vonda framkomu.   Þá þarf að taka ákvörðun og stíga út úr myndinni.

Þegar það er leið út,  og við viljum leiðina út þá þurfum við að standa með okkur, taka ákvörðun og ganga út.   Hvort sem það er úr sambandi eða úr starfi sem okkur líkar ekki einhverra hluta vegna.

En aldrei vera kyrr á einhverjum stað og búa til ómögulegheitalista,  og bæta þannig í gremjuna þannig að við verðum sjálf ómöguleg og óþolandi.

Ef við lítum á þetta í stærra samhengi,  þá eru það sumir staðir sem við höfum ekki val.   Það gæti t.d. verið það að við erum íbúar á jörðinni.   Það er afskaplega hæpið val að velja það að taka líf sitt til að fara frá jörðinni.   Ef við erum óánægð í þessu lífi,  hvað getum við mögulega gert?   –  Getum við kannski farið að fókusera á fallegu hlutina í lífinu?    Það fallega í mannlífinu,   í stað þess að vera upptekin af því ljóta.    Hvernig líður okkur ef að fókusinn er þannig stilltur?    Jú,  eins og okkur liður alltaf ef fókusinn er stilltur á það sem er að í stað þess sem er í lagi.  Ef fókusinn er stilltur á það sem vantar í stað þess sem við höfum.

Við gerum það besta úr aðstæðum, –   við tökum ákvörðun hvort við ætlum að vera eða fara og ef við tökum ákvörðun um að vera,  þá horfum við á það sem er gott og hækkum þannig hamingjutíðni okkar,   og ÞANNIG líður OKKUR betur.

Það spretta ekki mörg blóm úr jarðvegi ósættis,  – en það er í sáttinni við það sem ER,   sem nýr vöxtur hefst.

Ekkert „ég get ekki verið hamingjusöm eða samur vegna blah blah“ ..   við getum alltaf fundið hundrað ástæður  fyrir því að vera ekki glöð.

Segjum frekar:  „ég get verið hamingjusöm eða samur vegna þess að ______“  … já,  það eru líka þúsund ástæður fyrir því að vera glöð og þakklát.

Ég skora á okkur öll – að æfa okkur í að sjá fegurðina í kringum okkur,  það góða í náunganum, – það jákvæða í starfsumhverfi okkar o.s.frv.

Ég veit að lífið verður betra,  og ég veit að heimurinn verður betri með fleiri hamingjusömum og þakklátum sálum.

Í fyrirsögn pistilsins spyr ég „Ert það þú eða maki þinn? – Ert það þú eða starfið þitt? …     Kannski er makinn eða starfið bara endurkast af okkur sjálfum.    Ef ekki,  ef makinn er í raun ómögulegur nú eða starfsvettvangur, –  þá þarf að taka ákvörðun:  „Ætla ég að vera eða fara?“ – „Ef ég ákveð að vera, hverngi væri þá að gera það besta úr því sem ég hef?“ ..

Vertu friðurin,  vertu gleðin,  vertu ástin .. vertu besta útgáfan af þér ..  taktu valdið í eigin lífi og skapaðu þína hamingju og frið innra með þér …

„Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“ .. Gandhi

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s