Það er eitthvað stórkostlegt að gerast …

10679950_10152340343462344_8825098239313946217_o

Eftirfarandi grein er eftir Gustavo Tanaka — Brasilískan rithöfund og frumkvöðul.   Ég tók mig til og þýddi hana, – eftir bestu getu, en ef smellt er HÉR er hægt að lesa hana á frummálinu.  Ég bið lesendur að taka viljann fyrir verkið,  en þessi grein er staðfesting á svo mörgu sem ég hef sjálf upplifað og grunað.

Flest okkar hafa alls  ekki uppgötvað að það er eitthvað stórkostlegt að gerast.

Gustavo Tanaka segir frá því að fyrir nokkrum mánuðum hafa hann frelsað sig frá hefðbundnu samfélagi.  Hann hafi slitið keðjuna sem hélt honum föstum í kerfinu.  Alveg frá þeim tíma hefur hann séð heiminn frá nýju sjónarhorni;  því að allt er að ganga í gegnum breytingar, og að við flest verðum ekki vör við það.

Hvers vegna er heimurinn að breytast?  spyr hann.  Hann gefur í þessum pistli upp  átta ástæður,  sem fengu hann til að trúa því.

 1- Það þolir enginn lengur hið hefðbundna vinnu módel 

Við höfum náð þolmörkum.  Fólk sem vinnur hjá stórum fyrirtækjum þolir ekki lengur störf sín.  Skorturinn á tilgangi bankar upp á – innan frá – eins og örvæntingafullt öskur.

Fólk vill komast út. Því langar til að hætta öllu. Lítum á hversu margir eru tilbúnir að taka áhættuna og henda sér út í frumkvöðlastarf,  fólk fer í rannsóknarleyfi, fólk með vinnutengt þunglyndi, fólk sem hefur brunnið út.

2 – Frumkvöðlamódelið er líka að breytast 

Síðastliðin ár,  með sprengju í nýjungum, hafa þúsundir frumkvöðla breytt bílskúrum sínum í skrifstofur – til að blása lífi í billjón dollara hugmyndir sínar.   Kjarni frumkvöðlastarfsins var að finna einhvern til að fjármagna og fá fjármagn.  Að fá fjármagn var eins og að vinna heimsmeistaratitil.

En hvað gerist eftir að búið er að fjármagna hjá þér?

Þú ferð aftur í það að vera starfsmaður.  Það getur verið að þú hafir safnað til þín  fólki sem deilir ekki draumi þínum,  sem er ekki sammála tilgangi þínum og fljótlega fer þetta að snúast allt um peningana.  Fjármálahliðin fer að verða megin drifkraftur í rekstrinum þínum.

Fólk þjáist vegna þessa.  Það sem var í fyrstu frábært fór að falla,  vegna þess að peninga sækna módelið er endalaust.

Það þarf að finna nýja leið til að leita.  Gott fólk er byrjað nú þegar.

3 – Aukning samstarfs 

Margt fólk hefur áttað sig á því  að það þýðir ekkert að halda áfram einn síns liðs.  Margir hafa vaknað upp við það að það er ekkert vit í að halda áfram í hinni brjáluðu hugmyndafræði: „hver maður fyrir sig.“

Stöðvaðu, taktu skref aftur á bak og hugsaðu.  Er það ekki fáránlegt að við, 7 billjónir okkar, lifandi á sömu plánetu,  höfum vaxið lengra frá hvort öðru?  Hvaða vit er í því að snúa baki við þúsundum, jafnvel milljón, manns sem búa í kringum okkur í sömu borg?  Í hvert skipti sem það hvarflar að mér, verð ég sorgmæddur.

Sem betur fer, eru hlutirnir að breytast.  Við deilum,  samstarfs fjármála hugmyndir eru framkvæmdar, og þær beinast á nýjar brautir.  Í áttina að samstarfi, að deila, að hjálpa, í samkennd.

Það er fallegt að fylgjast með þessu.  Það snertir mig.

4 – Við erum loksins að átta okkur á hvað internetið er 

Internetið er ótrúlega fallegur hlutur og aðeins núna, eftir svona mörg ár, erum við að skilja mátt þess.  Með internetinu er heimurinn að opnast,  hindranir falla, aðskilnaði lýkur,  samkenndin hefst,  samstarfið springur út, hjálpsemin kemur.

Sumar þjóðir sáu alvöru byltingar sem notuðu internetið sem megin hvata, eins og Arabíska vorið.  Í Brasilíu er ný byrjað að nota þetta verkfæri betur.

Internet er að brjóta niður múgsefjunina. Stóru fjölmiðlafyrirtækin sem stýra fréttum eftir því hvaða skilaboð henta þeim best og hvað þau vilja að við lesum eru ekki lengur stærstu eigendur upplýsinga  Við leitum eftir því sem við viljum. Við tengjumst þeim sem við viljum. Við skoðum  það sem okkur sýnist.

Við komu internetsins eru þau smáu ekki lengur mállaus, þarna er rödd. Hin nafnlausu urðu viðurkennd.  Heimurinn nær saman. Og þá getur kerfið fallið.

5 – Fall hinnar óhóflegu neysluhyggju 

Í of langan tíma hefur okkur verið stýrt til þess að neyta eins mikils eins og við getum.  Til þess að kaupa allar nýjar vörur sem koma á markað, nýjasta bílinn, nýjasta iPhone,  aðal vörumerkin, fullt af fötum, skóm, mikið, mikið og mikið af eiginlega hverju því sem hönd á festi.

Með því að fara gegn fjöldanum, hefur marg fólk uppgötvað  að það að neyta minna, lifa rólegra lífi,  borða einfaldari mat – eru birtingarmyndir aðgerða sem eru í gangi núna, og sýna fram á það með mótsagnarkenndum hætti hversu fáranlega við höfum skipulagt okkur.

Færri nota bíla, færri eru að eyða um efni fram, og fleira fólk er að skiptast á fötum, kaupa notaðar vörur, deila eignum, bílum, íbúðum, skrifstofum.

Við þörfnumst ekki alls þessa sem okkur var sagt að við þyrftum.  Og þessi nýja meðvitund um neysluna getur fellt hvaða fyrirtæki sem lifir á þessum ofneyslu enda.

6-  Við borðum lífrænt og heilsusamlegt 

Við vorum svo klikkuð að við samþykktum að borða hvað sem er!  Það þurfti bara að bragðast vel og þá var það í lag.

Við vorum alveg sofandi fyrir  því að fyrirtæki byrjuðu að eitra matinn okkar og við sögðum ekkert!

En svo fór sumt fólk að vakna,  og fór að virkja og styrkja það að borða heilsusamlegt og lífrænt.

Það fer bara vaxandi.

En hvað hefur það að gera með efnahaginn og vinnuna?  Eiginlega allt, segir Gustavo Tanaka.

Matvælaframleiðsa er einn af aðal grunninum í samfélaginu. Ef við breytum hvernig við hugsum,  neysluvenjum og hvernig við borðum, verða fyrirtæki að bregðast við því að aðlaga sig að hinum nýja markaði.

Smábýlin eru farin að skipta aftur máli í framleiðslukeðjunni.  Fólk er jafnvel að rækta plöntur og fræ á eigin heimilum líka.

Og það endurskapar allt efnahagslífið.

7 —  Andleg vakning 

Hversu marga vini eigum við sem æfa jóga.  Hvað með hugleiðslu?  Hugsum nú til baka,  10 ár,  hversu marga þekktum við sem stunduðu þetta?

Hið andlega,  var of lengi,  tileinkað fólki sem iðkaði dulspeki,  þessum sem þóttu skrítnir og dularfullir.

En sem betur fer, er þetta líka að breytast.   Við erum komin að mörkum raunsæis og skynsemi.   Við náðum að skilja það, að með einungis meðvituðum huga okkar,  náum við ekki að átta okkur á öllu sem gengur á hérna. Það er eitthvað annað í gangi,  og Gustavo er viss um að við viljum ná því líka.

Við viljum skilja hvernig hlutirnir virka.  Hvernig lífið vinnur, hvað gerist eftir dauðann, hver þessi orka sé, sem fólk talar svo mikið um, hvað sé skammtafærði,  hvernig hugsanir geta orðið að veruleika og skapað tilfinningu okkar fyrir raunveruleika, hvað er tilviljun og samhljómur, hvers vegna hugleiðsla virkar, hvernig það er hægt að lækna með því að nota einungis hendur, hvernig þessar óhefðbundnu meðferðir, sem eru ekki samþykktar af þeim hefðbundun geti í raun og veru virkað.

Fyrirtæki eru farin að bjóða starfsfólki upp á hugleiðslu. Hugleiðsla er jafnvel kennd í skólum.   Hugsum um það.

8 — Afskólunar stefnur

Hver skapaði kennslumódelið?   Hver valdi greinarnar sem við verðum að taka?  Hver valdi það sem við lærum í sögutímum?  Hvers vegna var okkur ekki kenndur sannleikurinn um aðrar fornar menningar?

Hvers vegna ættu börn að fylgja sérstökum reglum?  Af hverju eiga þau að fylgjast þögul með öllu?  Hvers vegna ættu þau að vera í einkennisbúningi?  Hvað með að taka próf – upp á það að þau hafi lært?

Við höfum þróað kerfi sem styrkir og æfir fylgjendur kerfisins. Sem ræktar fólk til að verða venjulegar manneskjur.

Til allrar hamingju, er margt fólk að vinna við að endurhugsa þetta – í gegnum hugtök eins og afskólun, „hack“-skólun“  og heimaskólun.

Hér er hægt að smella á hlekk þar sem „Hackschooling“ er útskýrð.  (Ég bætti þessu við, þessi hlekkur er ekki í greininni).

Kannski höfum við aldrei hugsað þetta, og erum kannski hissa.  En þetta er að gerast.

Hægt og rólega, er verið að vekja fólk og það er að átta sig á hversu brjálað það er að lifa í þessu samfélagi.

Lítum á allt þetta nýja sem er að gerast og reynum að hugsa að allt sem búið er að kenna okkur hingað til sé eðlilegt.  Höfundur heldur ekki.

Það er eitthvað stórkostlegt að gerast. 

veröld

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s