Hvernig áttu að umgangast fólk sem er neikvætt? …

Við lendum öll í því að þurfa að umgangast neikvætt fólk. Við getum stundum forðað okkur úr aðstæðum, en stundum ekki. –

Eins og alltaf er gott að byrja „heima“ hjá okkur sjálfum.  Hvernig á ég að mæta þessu fólki? –  eins og það er sjálft, eða get ég gert það á annan hátt. Á ég að láta þeirra tíðni draga mig niður?  – Auðvitað ekki! –  Það er gott að íhuga,  hvernig mæti ég þessu fólki?  Sem óvinur eða sem kærleiksrík manneskja sem vill öðrum vel.   Það er ákveðin áskorun falin í því að mæta neikvæðni með jákvæðni,  að mæta kaldlyndi og leiðindum með kærleika og gleði. –  Þannig höldum við okkar tíðni, og við höldumst í okkar kjarna og göngum ekki út fyrir sjálf okkur. –

Það er gott að horfa á manneskju sem er í „ham“ – eða er neikvæð sem veiðimann með veiðistöng, –  þessi manneskja danglar veiðistönginni að okkur og ef við nálgumst þau þá opnum við munninn og gleypum agnið.  Þessi nálgun sem ég er að tala um hér er tilfinningaleg nálgun.  Við förum inn í þeirra tíðni,  í stað þess að halda okkur í okkar, eða okkar kjarna.

Það er ekki alltaf hægt að ganga í burtu, því að erfiða fólkið getur verið með okkur í vinnu, í bekk í skóla eða í fjölskyldu okkar.

Þegar við eigum í þessu – þá er gott að muna að við eigum imyndunarafl.  Ágætis leið til að  taka „valdið“ af þessum neikvæðu persónum eða reiðu,  er að ímynda sér að við séum að vefja þau inn í fallega slæðu.  Slæðu væntumþykju,  því auðvitað þurfa þau á væntumþykju að halda.  Slæðan getur verið í fallegum litum.  En við vefjum þau þannig að hendurnar eru fastar.  Þær ná þá ekki að sveifla veiðistönginni.

Ef við verðum neikvæð við að umgangast neikvætt fólk – þá erum við auðvitað ekkert skárri! –  Þess vegna muna:   Kærleikann og slæðuna, og brosa – því við erum í essinu okkar,  í miðri uppsprettu kærleikans þar sem okkur líður vel og þar þrífst ekki neikvæðni.   Höldum okkur þar og þá erum við ósnertanleg.

10422396_898081083551104_7633883796964282996_n

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s