Þessi titill sem er þýðing á orðum meistara Eckhart Tolle er eiginlega eins og önnur útgáfa af æðruleysisbæn Paul Tillich:
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Enginn vill standa lengi í fórnarlambsstöðunni. Þar erum við stödd, ef við kvörtum um sama hlutinn aftur og aftur, við sömu aðilana, sem e.t.v. hafa ekki möguleika á að breyta, eins og samstarfsfólk, fjölskyldu eða vini. Þú verður þessi nöldurseggur sem dregur alla niður í kringum þig. Það er því mikilvægt að beina kvörtunum í réttan farveg, – nú ef að þeir sem þú vilt að breyti hlutum gera það ekki, þarf að taka aðra ákvörðun. Breyta sjónarhorni – og finna sátt, Því það að lifa lengi í ósáttinni, er tærandi og það verður enginn nýr vöxtur. –