Væntingar og vonbrigði …

Sama hvert litið er, það eru alls staðar árekstrar.  Við mannfólkið rekumst svolítið eins og bílar í klessubílasal.

Kannski er bara best að taka því þannig líka.  Setja á okkur gúmmíhringinn – eins og bílunum.  Klessa á hvort annað og hlæja að því.

Það er þegar keyrt er of fast og ítrekað sem kannski við fáum nóg og fáum jafnvel höfuðverk.

Ég hef nú verið viðloðandi starfsmannahald í liðlega ár, og „Gvöð minn góður“ .. hvað það getur verið snúið! –

Flestir ákveða að það sé náunginn sem sé neikvæður.  Svoleiðis er það bara.   „Ha ég?“ – „Ég er bara uppbyggileg eining fyrir samfélagið“ ..

En hvort sem við erum á heimili, í vinahópi eða starfsmannahópi þá erum við alltaf fyrst og fremst manneskjur,  – sama hvaða stöðu við gegnum.  Við erum manneskjur með væntingar um að eiga gott líf og uppbyggilegt líf,  nokkurn veginn í sátt og samlyndi við aðrar manneskjur.

Það hefur gengið mynd á Facebook – um það að ef við erum óánægð þá getum við bara farið, – við séum ekki rótföst tré.   Svona líkingar eru alltaf einfaldaðar.  Það að fara – eða breyta til er kostnaðarsamt,  en reynsla min er nú samt að það borgi sig að vera þar sem við erum ánægð.

Að taka ákvörðun hvar við ætlum að vera stödd í lífinu,  og hætta að vænta þess að aðrir sjái um að gera okkur glöð, – eða hafi vald á hamingju okkar og heilbrigði. –   Við verðum eiginlega að taka okkur sjálfum það vald í hönd.   Hver og ein manneskja verður að huga að sér og gera SIG glaða.

Hvað ef hún væri að ráðleggja barninu sínu, – eða bestu vinkonu eða vini. Ef við erum í vandræðum með ráð,  þá er alltaf gott að stilla sjálfum sér upp sem persónulegum ráðgjafa sjálfs sín í því formi.

Ég held að ef við leggjum allar okkar væntingar á utanaðkomandi, – fjölskyldumeðlimi, maka, vinnuveitendur .. eða bara hvern sem er,  þá sé það uppskrift af vonbrigðum.   Það er eiginlega best að gera væntingar til sjálfs sín,  því við vitum nákvæmlega hvað okkur vantar og hvað við viljum.

Við viljum væntanlega flest það sama; það að vera heilbrigð og hamingjusöm og þá er bara að fara að koma til móts við eigin væntingar, – og ekkert „ég get ekki“ eða svoleiðis …

Hún Edda Heiðrún Backmann missti mátt í höndum, – það var enginn sem getur málað fyrir hana,  – hún fór að mála með munninum.   Hún fann lausn,  – lausn sem er ótrúleg.

Lausnir okkar margra eru ekki langt undan,  en á meðan við teljum að hún sé í annarra höndum – þá erum við magnlaus og eins og betlarar að bíða ölmusu. –

Að lokum ætla ég að birta hér dæmisöguna hans Eckharts Tolle til útskýrirngar.

Maður nokkur sat á kassa, – hann hafði setið á þessum sama kassa í mörg ár.  Hann rétti út höndina og betlaði peninga.  Einhverjir gáfu honum peninga og aðrir gengu fram hjá.  Svo stoppaði þar einn maður og spurði betlarann: „Af hverju betlar þú?“ –  „Er það ekki augljóst, vegna þess að ég er fátækur og mig vantar peninga.“ –   Þá spurði maðurinn „hefur þú litið í kassann sem þú situr á?“  –   Betlarinn svaraði því neitandi,  – en maðurinn benti honum þá á að kíkja í kassann.   Það sem kom í ljós var að kassinn var fullur af gulli. –

Fólk er fullt af lausnum, fullt af gleði og fullt af ást.  En ef það leitar alltaf til annarra til að leysa sín mál,  að uppfylla sínar væntingar þá er hætta á vonbrigðum, – eða það þarf að vera háð öðrum til þess að uppfylla væntingar.  –

Það er ótrúlegur léttir þegar við erum komin yfir það að vænta þess frá öðrum sem við höfum sjálf.  Við erum öll full af gulli, – og það er mín heita ósk að við sjáum það  ÖLL.

Já,  þessi pistill er um ÞIG,  og ÞÚ ert gulls ígildi,  pældu aðeins í því!

971218_563124067057884_436886814_n(1)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s