„Ímyndið ykkur að það sé ekkert himnaríki, ekkert helvíti, ekkert land og engin trúarbrögð“ …
Hvað er verið að segja? Að við lifum í tómarúmi? – Að við höfum enga jörð/land til að stíga niður á og enga trú til tengja við? –
Nei
Hér er aðaláherslan á að það að við getum ímyndað okkur engin landamæri og enga flokkun.
Það fer ekki einn til himnaríkis og annar til helvítis. Við erum bara öll í þessu saman.
Ef við segjum, ímyndið ykkur að það sé ekki himnaríki, – þá um leið og orðið himnaríki er nefnt, þá er það komið í mynd. Eflaust mjög margar myndir reyndar, eftir því hvernig fólk túlkar himnaríki. Það sama á við um helvíti. Við tölum stundum um að við séum að upplifa helvíti, þegar okkur líður mjög illa. –
Imagine – eftir John Lennon er lag gegn aðgreiningu. Gegn sundurlyndi. Gegn því að það séu „við“ og „hinir“ ..
Hvað ef að það er hægt að hafa lönd, og hægt að hafa trúarbrögð í sátt og samlyndi. Alveg eins og það er hægt að vera ólík í sátt og samlyndi? –
Skóli án aðgreiningar, þýðir ekki að í honum sé ekki alls konar fólk. – Þar er fólk með fötlun, og alls konar greiningar, þar eru stelpur og strákar, þar er fólk með mismunandi húðlit.
Ef að John hefði sungið um það, hefði hann sungið „Imagine there´s no disabled, not a boy or girl … eða eitthvað í þá áttina. Hann vildi samt ekki má fatlaða, stelpur og stráka út af veraldarkringlunni, ekki frekar en löndin eða trúarbrögðin. – Bara ímyndið ykkur enga aðgreiningu og líf í núinu.
Kannski ættum við að horfa meira á það sem sameinar okkur, og minna á það sem sundrar? – Við erum alltaf að tala um fólk. Um einstaklinga. Hver og einn geti verið hann sjálfur, iðkað sína trú, – án samanburðar og án þess að metast eða drepa fyrir hana, nú eða fyrir land sitt.
Þetta er mín túlkun á IMAGINE .. já Ímyndið ykkur, – og mér finnst þetta mjög fallegt lag, og alls ekki til höfuðs neinum.
Þetta lag er til að sameina en ekki sundra.
PEACE