Drottinn er minn hirðir … .

Sálmur 23 er mikill trúartraustssálmur.  Trúin m.a.  á það að skorta ekkert jafnvel þótt að við eigum ekkert. Hvernig gengur það upp? –  Jú, það er sú tilfinning að skorta ekkert, finnast við fullnægð.

Trúa því að við séum að eilífu í nálægð Guðs, að himnaríki Guðs sé innra með okkur og þá ljósið sem lýsir upp dimmuna. Ef við höfum ljósið verður aldrei dimmt eða hvað? –

Okkur skortir aldrei neitt.

Þetta upplifum við í kyrrðinni, í slökun – ein með sjálfum okkur eða í tengingu við annað fólk sem er að upplifa svipaða hluti.  Við samþykkjum tilveruna eins og hún er hér og nú og öðlumst frelsi.

Stundum eigum við svo mikið af dóti – hinu ytra – að það er orðið að okkar stærsta vandamáli. Barnaherbergi yfirflæðandi af dóti, geymslur rýma ekki dót sem við burðumst með frá íbúð til íbúðar, stundum án þess að taka upp úr kössum.  Það má kannski kalla það ofgnótt? –

Við fáum aldrei frelsi eða frið með slíku, upplifum ekki þetta að eiga nóg, eða vera nóg með dóti. Við sjálf þurfum að upplifa það að vera nóg.  Þá getum við sungið „Mig mun ekkert bresta“ – eða eins og það þýðir í raun og vera „mig mun ekkert skorta“ – „I shall not want“ –

Við getum upplifað þetta í náttúrunni, með því að leggjast í græna grasið og finna okkur ein með jörðinni. – Við vatnið sem spilar undir kyrrðina og andar í takt við andardrátt okkar.

Þannig endurnýjast sál okkar, verður fersk og losnar við tilfinningabyrði hugsana okkar, eins og Jill Bolte Taylor upplifði þegar hún losnaði við 37 ára sögu sína, –  í farveg sem við veljum af því að við veljum hann, en ekki einhver segir okkur að fara. Það verður að koma að innan.

Þegar við trúum svona sterkt þá hættum við að kvíða, óttast, – óttast fólkið, almenningsálit, hvað aðrir segja, hvað öðrum finnst, – óttumst ekki framtíð né fólk og samþykkjum tilveruna og okkur sjálf.  Komi það sem koma skal, – og við tökumst á við það, aldrei ein. Það sem við upplifum upplifir Guð með okkur, grætur með okkur og hlær með okkur. Sorg þín er sorg Guðs.  Náðin fylgir okkur,  meðan við lifum í þessum líkama og alltaf.  Að dveljast í húsi Drottins að eilífu, er því að vera hluti alheimssálarinnar, því alheimurinn er hús Guðs.

Sálmur 23 í mínum orðum:

Drottinn er minn hirðir
Mig mun ekkert skorta
Hann hvetur mig til að hvílast í grænu grasinu
Leiðir mig að vötnum þar sem ég nýt kyrrðar
Hann endurnýjar sál mína
Hann leiðir mig í farveg réttlætis
vegna nafns hans

Jafnvel þó ég gangi um dauðans skugga dal
óttast ég ekkert illt
því ÞÚ ert með mér
Sproti þinn og stafur hugga mig
Velvild og náð þín fylgja mér
alla ævidaga mína
og ég mun dvelja í húsi Drottins að eilífu

„Nothing Real can be Threatened“ ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s