Áramótaspá fyrir alla – konur og karla …

Ágæti þú, – já þú sem ert alveg einstakt eintak af manneskju.  Ef eitthvað er að íþyngja þér, slepptu því bara og hættu að reyna að stjórna því sem þú kemur aldrei til með að geta stjórnað.  Þú nærð kannski tökum á því tímabundið, en það verður ekki til langframa. –   Þú nennir varla að halda puttanum lengi í gatinu á stíflunni eða hvað? –   Hvar skilur það þig eftir? –  Jú, þá ertu fastur/föst við stífluna, og stíflan verður að þinni stíflu! –

Elskulegi þú – þú ert ekki alveg að átta þig á hversu dýrmæt manneskja þú ert, og hefur ekki alveg leyft þér að vaxa og skína eins og þú átt skilið.  Þú átt það til að láta skoðanir annarra skyggja á ljósið þitt.  Ljósið þitt má skína og á að skína,  því hvernig ætlar þú að lýsa veginn fyrir aðra ef þú heldur aftur af því og þér? –

En hvað er svo framundan minn kæri einstaklingur – þú? –  Framundan er skapandi tímabil, þú ert að skapa framtíðina og framtíðin er ævintýri! – Veistu það.  Þú ert þátttakandi í mesta ævintýri allra tíma! –  Engin ævintýri eru slétt og felld með beinum brautum.   Í ævintýrum eru góð öfl og ill, það eru álfameyjar og nornir,  risakóngulær, gryfjur og hólar.   En þú, af því það ert nú þú,  veist að þetta er ævintýri og veist (eða veist það núna)  að þú getur gert þitt besta, og ekki hins eða hennar besta.  Alltaf „ÞITT“ besta.  Og þegar þú gerir þitt besta,  þá veistu að þú ert stödd/staddur í ævintýri og gerir það besta úr hverri stund.   Núna, sko. –

Þú munt mæta fallegri persónu fljótlega, – og ef þú ert ekki í ástarsambandi gæti kviknað ást.  Þessi persóna er líklegri til að koma til þín, ef þú speglar þig á hverjum degi, kyssir spegilinn og segir: „Oh ég elska þig“ ..   þá snögglega birtist út úr speglinum annar aðili sem er líka búinn að vera að æfa sig og munnar ykkar mætast! –

Já, og ef þú ert í sambandi, – elsku þú,  – þá gerðu þetta endilega líka. Nema ekki við spegilinn, heldur maka þinn auðvitað.  Horfist í augu, eins og þið séuð að horfa í spegilinn og segið „Ég elska þig“ .. og þið verðið spegilmynd og um leið bergmál hvers annars. –

Elsku þú, ég spái þér góðum degi,  þar sem þú leiðir sjálfa/n þig á vit ævintýranna!

SPENNANDI! … 🙂

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Ein hugrenning um “Áramótaspá fyrir alla – konur og karla …

  1. Takk fyrir allt og allt elsku Jóhanna ❤ og gangi þér allt í haginn á nýárinu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s