Vertu breytingin… veldu gleðilegt ár! …

Margt fólk lítur á nýtt ár sem nýtt upphaf,  sem er vissulega rétt.   En það má líka þrengja þetta alveg þannig að hvert augnablik sé nýtt upphaf.   Það er alltaf hægt að taka nýja ákvörðun, – og þá þurfum við að vita hvaða leiðarljós við ætlum að nota við þessa nýju ákvörðun.

Ég útbjó einu sinni lítið kennsluhefti, – og framan á það skrifaði ég

„VERTU BREYTINGIN – VELDU GLEÐI“ ..

Það þýðir m.a. að þegar við stöndum frammi fyrir vali, – þá er gott að hugsa: „Hvað er það sem færir mér mesta gleði?“ ..

Hvers vegna er gleðin svona mikilvæg?   Það er vegna þess að hún er besti drifkraftur sem til er! –

Sumt fólk er hrætt við gleðina, –  og kann ekki að njóta hennar á meðan hún varir.   Sumir hugsa:  „Þetta getur nú ekki varað lengi“  ..  og það gengur í sumum tilfellum svo langt, að fólk stoppar hjá sér gleðina, – vegna þess að það vill hafa stjórn og ráða sjálft hvenær hún stoppar, en að hún sé stöðvuð af ytri aðstæðum.   Já, svona getum við verið stórfurðuleg! –

Við getum í raun fundið þúsund ástæður fyrir því að vera EKKI glöð.  Já, það er allt frá því að ríkisstjórnin sé ómöguleg til þess að það er ekki til mjólk í kaffið okkar! –

Að sama skapi getum við fundið þúsund og eina ástæðu fyrir því að VERA glöð.

„Eymd er valkostur“ …  þ.e.a.s. ef við listum upp nóg af ástæðum fyrir að vera óánægð, þá tekst okkur það örugglega.    En fagnaðarerindið er:

„GLEÐI er líka valkostur“ …   og það er mjög snjallt að skrifa upp allt það sem gerir okkur glöð, einhvers konar gleðilista.  Leita að góðum fréttum, – hlusta á skemmtileg lög sem láta okkur líða vel, horfa á „Feel-good“  myndir.   Þær heita ekki „feel-good“ að ástæðulausu!! ..   Ef það eru til „Feel-good“ myndir hljóta að vera til „Feel-bad“ myndir, ekki satt?  –

Hvað þýðir þetta? –   Jú, við þurfum svolítið að velja hvað það er sem veitir okkur gleði.
Nú gætu sumir farið að hugsa.  Oh, en hún/hann   _______   er bara svo leiðinleg/ur – hvernig get ég verið glöð/glaður nálagt henni/honum????..

Við getum skipt um sjónarhorn gagnvart þessum einstakling, sem okkur hefur hingað til fundist eins og eitur.  Hvað ef við hugsuðum að þessi einstaklingur væri að kenna okkur lexíu? –   Hvað ef allt sem við þyrftum væri að mæta þessum einstaklingi með kærleika í stað pirrings eða óþoli?  Ekki síst vegna þess að við erum öll eitt,  og hann er bara að sýna okkur eina hlið mannlegs eðlis.  Kannski vanmátt í samskiptum?    Þú veist væntanlega að það sem aðrir láta út úr sér – skilgreinir þá en ekki þig? –

Ef við erum á okkar „happy disk“  eða svífandi á okkar hamingjuplani, – ekki láta þau sem eru þar ekki draga okkur niður. –   Bjóðum þau velkomin upp, – en segjum þeim að við ætlum ekki að stíga niður!  –  Við gerum það ekki beint,  heldur bara með því að halda okkur á okkar stað og halda áfram að vera glöð.

Ef einhver segir:  „Þú mátt ekki vera glöð/glaður af því ég er það ekki“-  þá vitum við að það er eitthvað að hjá þessum aðila.   Finnum til með honum,  en látum hann ekki kippa undan okkur gleðinni. –

Auðvitað er ég ekki að tala um að vera í einhverjum hamingjudansi í kringum syrgjendur,  við höfum nú öll einhverja skynsemi hvað slíkt varðar og við höfum flest lært að bera virðingu fyrir náunganum.

En ef við mætum manneskju,  sem hreinlega sækir í óhamingjuna og leitar upp afsakanir og ástæður til að vera ekki glöð, – endalaus „en, en, en“ – er engin ástæða til að fara í þá leit með henni eða elta hana þangað.   Ef við mögulega getum vísað henni leiðina að gleðinni,  – kannski bara með því að halda okkar gleði um leið og við sýnum þessari manneskju kærleika, – þá sigra allir.  –

Rísum yfir hversdagslegt þras og mas.

Einhvers staðar stendur að kærleikurinn sé besta meðalið,  og ef það virkar ekki, þá eigi að stækka skammtinn.

Endalaust ást – út yfir endamörk alheimins ❤

11993295_10153234914874150_7530001414201599506_n

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s