Heilunarmáttur þess að borða ís í boxi ….

Ég átti erfiðan dag … rölti inn í eldhús og fann þar maískökur, kókósmjöl og möndlur (af því ég er að lifa svo heilbrigðu lífi). – Fékk mér 2-3 möndlur, en þær fylltu ekki upp í tilfinningatómið sem ég var að burðast með.  Allt í einu kviknaði ljós í höfðinu á mér, – ég mundi eftir BEN & JERRY´S ísnum sem Hulda systir hafði komið með um áramótin, og við höfðum ekki opnað.  Ég hefði reyndar opnað hann síðar,  þegar ég bauð vini mínum í mat, og við höfðum fengið okkur smá skeið af ís.   Ég man að mér fannst ísinn full sætur fyrir minn smekk.

En þarna stóð þetta fallega ísbox,  strawberry and cheesecake flavour! –   Ég settist í sófann með boxið og matskeið, og skildi þá allar bíómyndirnar þar sem konurnar sátu og úðuðu í sig ís.   Allt í einu varð ísinn að unaði – og huggun.  Merkilegt!! ..   Jarðarberjabragðið kveikti á fallegri minningu,  þar sem við dóttir mín vorum staddar á Amagerbrogade og borðuðum besta jarðarberjaís sem við höfðum á ævinni smakkað (að okkur fannst á þeim tíma)! –

Það er kannski ekki alslæmt að leyfa sér stundum að njóta þess góða sem framleitt er, og merkilegt hvað þessi ís varð miklu betri þegar ég þurfti á honum að halda.   Já, ég tala alveg öfugt ofan í það sem ég er vön, – gegn „tiflinningaáti“ – og svoleiðis.   En ég er alltaf að uppgötva nýjan sannleika, a.m.k. fyrir sjálfa mig, – og auðvitað búin að átta mig á að meðalhófið er best.   Það sem skiptir mestu máli er að NJÓTA þess sem við erum að gera og ekki gera það með samviskubiti eða sektarkennd.  Þá er betra að sleppa.

Þetta var dásamleg stund, og líklegast komst ég bara í einhvers konar hugleiðsluástand við þetta …..

Lifum ofoðslega heil og glöð – og það mikilvægasta NJÓTUM! …

strawberry-cheesecake-detail

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s