Nákvæmlega engin/n hefur leyfi til að valta yfir þig …..

Það getur bæði verið styrkleiki og veikleiki að þegja.  Það fer eftir aðstæðum.   Ég fékk ábendingu frá góðri konu um það í gær,  að kannski væri mér illt í hálsinum vegna þess að ég hefði ekki tækifæri til að segja hug minn. –

Gæti það verið?

Ég lendi alveg í fólki með leiðindi og dónaskap eins og allir aðrir, en hef tekið þann pólinn í hæðina að svara aldrei með því sama, og ég mun ekki gera það.   Það sem fólk segir og lætur út úr sér skilgreinir það sjálft.   Ég skil fólkið, það er sársauki innra með því og þess vegna leyfir það sér ýmislegt.  En þarna komum við að vanda.  Hversu lengi á maður að leyfa einhverjum að ausa úr sér, – og hversu miklu?  –

Ég fékk það heilræði frá systur minni einu sinni,  þegar ég var að kvarta yfir svona ástandi, og sagði svo í framhaldi:  „En manneskjan er svo veik, svo ég hef alveg skilning á því að hún hagi sér svona“ ..      og þá svaraði mín að bragði:  „Það að manneskja sé í hjólastól gefur það henni ekki leyfi til að valta yfir þig, eða hvað?“ ..

Ef að manneskja kæmi brunandi í hjólastól og ætlaði að keyra á okkur, þá myndum við auðvitað setja fyrir okkur hendur og kalla e.t.v. „STOP“  eða „Hættu nú!“ ..

Svoleiðis er það með þá sem eru með munnlegt „valt“  við verðum að fara sömu leið.  Segja stop eða hættu,  og ef viðkomandi lætur ekki segjast,  neyðumst við e.t.v. til að fá hjálp við að stöðva viðkomandi eða bara hreinlega forða okkur frá honum. –

Góðmennskan má ekki fara út í það að við séum dyramottur sem megi ganga yfir á skítugum skónum. –

Þetta er oft erfið lexía að læra.  Best væri að við gætum verið eins og Búddar þegar einhver byrjar með leiðindi – en við erum bara fólk af holdi og blóði og með fullt af tilfinningum.  Það á engin/n skilið að það sé valtað yfir hann og það er bara vont að láta keyra yfir sig!! ..

Nei – kærleikurinn verður að virka í báðar áttir, líka að okkur sjálfum.  Ekki vildum við að komið væri illa fram við náunga okkar, og hvers vegna okkur sjálf.  Segjum bara hingað og ekki lengra! ..

Ég var alin upp við setninguna,  „Sá vægir er vitið hefur meira“ …. það dugði mér lengi, en það má þó ekki verða til þess að þessi vægð verði til þess að sá vitminni fái valdið.

Mætum náunganum alltaf með kærleika,  en þó ekki með undirgefni,  því sársaukin hans á ekki að stjórna báðum.

Elskum meira og óttumst minna.

419235_497263263618422_325429145_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s