Angist okkar liggur oft í því að vilja stjórna því sem við höfum ekki möguleika á að stjórna …

Ég var að ræða við konu sem er með mér í alþjóðlegum „Melanoma“ hópi á Facebook.   Það er hópur fólks sem hefur greinst með Melanoma, eða sortuæxli.

Hún var að tala um áhyggjur sínar, hvað henni liði illa og fleira og ég fór aðeins að deila með henni hvernig ég tæklaði lífið.   Ég minntist á það að ég væri ekki að reyna að stjórna því sem er ekki mitt að stjórna.

Hún svaraði til til að „control“ eða stjórnun væri lykilorðið í þessu.  Það að missa stjórn og ráða ekki hvert lífið stefnir, verður fólki ofviða.  Það er óvissan.

Allir lifa reyndar í óvissu, – lífið er eins og konfektkassi, eins og hann Forrest Gump sagði, við vitum ekki hvað við fáum.   Fótunum getur verið kippt undan okkur á morgun,  nú eða aldrei.

Angistin liggur í því að vera að reyna að stjórna því sem ekki er okkar að stjórna.  Þá er gott að skipta um fókus, – og sleppa tökum á því óstjórnanlega og fókusera á það sem við getum gert.  –   Það er eins og að sleppa hurðarhúni á harðlæstri hurð og prófa aðra, sem kannski opnast mjúklega. –

Það er mitt mottó að lifa lífinu lifandi, og væntanlega þitt – lesandi góður 🙂 …   og þá er að finna leiðir til þess að lifa lífinu lifandi og gera það besta úr því sem við höfum úr að moða.   Við getum setið og syrgt eitthvað°og upplifað angist vegna þess sem við  sem við getum ekki ráðið við, en það grefur okkur bara dýpra í þá stöðu.   Það er allt í lagi að syrgja en ekki festast þar.  Um leið og við tökum stöðuna okkar eins og hún er í dag í sátt, þá fyrst er möguleiki á að halda áfram.  Nýr vöxtur sprettur úr sáttinni.

Þegar fókustinn fer á það sem hægt er að gera, og að þakka það,  þá lyftist andinn um leið, og andinn skiptir ótrúlega miklu máli til þess að við lifum lífinu lifandi.   

Þetta á við um svo margt í lífinu,  – það eru ekki bara sjúkdómar, það er annað fólk og hvernig það hegðar sér,  það er vinnuveitandinn okkar, – það eru stjórnvöld jafnvel.  Við megum ekki gera út af við okkur í angist yfir því sem við höfum ekki stjórn á.  Við þurfum fyrst og fremst að líta í eigin barm og kannski bara stjórna okkur sjálfum, og vera sú manneskja og sú ríkisstjórn sem við viljum sjá og heyra?

Æðruleysisbænin á hér vel við eins og alltaf.

Mynd_0552720

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s