Eftirfarandi eru atriði úr grein eftir Raven E. Aurlineus – þar sem hann hefur tekið saman Tólf lítið þekkt lögmál karma. Ef smellt er HÉR er hægt að lesa upphaflega grein og inngang, en ég sleppi honum.
Ég ákvað að láta fyrirsögnina standa „Þú uppskerð eins og þú sáir“ – en í mesta einfaldleika er t.d. hægt að hugsa sér að ef við setjum niður kartöflur þá fáum við kartölfur, en ekki t.d. rófur – ekki satt? 🙂
1. Hið stóra lögmál
- „Þú uppskerð eins og þú sáir.“ Þetta er einnig þekkt sem „lögmál orsaka og afleiðinga.“
- Ef það sem við viljum er hamingja, friður, ást, og vinátta, þá ættum við að VERA hamingjusöm, friðsæl, elskuleg og sannir vinir.
- Allt það sem við setjum út í alheiminn fáum við til baka.
2. Lögmál sköpunar
- Lífið gerist ekki bara, það krefst þess að við séum þátttakendur.
- Við erum eitt með alheiminum, bæði að innan og utan.
- Það sem er í kringum okkur, gefur okkur hugmynd um innra ástand.
- Verum við sjálf og umvefjum okkur því sem við viljum hafa í kringum okkur.
3. Lögmál auðmýktar
- Við getum ekki breytt neinu, ef við neitum að viðurkenna það sem er.
- Ef það sem mætir okkur er óvinur, eða einhver sem við upplifum neikvæðan, þá erum við sjálf ekki fókuseruð á hærri tilverustig.
4. Lögmál vaxtar
- “Hvert sem þú ferð, þar ert þú“
- Til þess að við vöxum í Anda, verðum við að breyta okkur, ekki fólkinu, aðstæðum eða hlutunum í kringum okkur.
- Það eina sem er gefið í þessu lifi erum við sjálf, og það er eina atriðið sem við höfum stjórn yfir.
- Þegar við breytum hver og hvað við erum, frá hjartarótum, mun líf okkar fylgja og breytast líka.
5. Lögmál ábyrgðar
- Hvenær sem eitthvað er að í mínu lífi, er eitthvað að í okkur.
- Við speglum það sem er í kringum okkur, og það sem er í kringum okkur speglar okkur, þetta er alheimssannleikur!
- Við verðum að taka ábyrgð á því sem er í lífi okkar.
6. Lögmál tengingar (keðjuverkunar)
- Jafnvel þó að sumt sem við gerum virki eins og það skipti ekki máli, er mikilvægt að það sé gert með það í huga að allt í heiminum er tengt.
- Hvert skref leiðir að næsta skrefi, og svo framvegis, og svo framvegis.
- Einhver verður að hefja verkið til að það klárist.
- Hvorki fyrsta skref né síðasta er merkilegra en hitt, vegna þess að það þarf þau bæði til að ljúka markmiðinu.
- Fortíð, Nútíð og Framtíð eru tengdar.
7. Lögmál fókuss
- Við getum ekki hugsað um tvo hluti samtímis
- Vegna þessa, er það þannig að þegar fókusinn er á andleg gildi, er okkur ómögulegt að hafa lágstemmdari hugsanir eins og græðgi eða reiði.
8. Lögmál gjafmildi og gestrisni
- Ef við álítum að eitthvað sé satt, munum við þurfa – einhvern tímann í lífinu – að sýna fram á þennan nákvæmlega þennan sannleika.
- Hér er það sem við þurfum að sýna fram á að við GERUM það – sem við SEGJUMST hafa lært. (Praktiserum það sem við prédikum).
9. Lögmálið Hér og Nú
- Að horfa í fortíð til að rannsaka það sem var eða hafa áhyggjur af framtíð hindrar okkur frá því að vera algjörlega hér og nú. Að vera til staðar og í núinu.
- Gamlar hugsanir (úreltar), gömul hegðunarmynstur, og gamlir draumar hindra okkur í því að eignast og upplifa nýja.
10. Lögmál breytinga
- Sagan endurtekur sig þangað til við höfum lært lexíuna sem við þurfum til að breyta farvegi okkar.
11. Lögmál þolinmæði og viðurkenningar
- Allar viðurkenningar miðast við að hafa unnið fyrir þeim.
- Viðurkenningar sem hafa endingargildi þarfnast þolinmæðis og þrautseigju.
- Sönn ánægja kemur af því að gera það sem við eigum að vera að gera, í fullvissu um að viðurkenningin kemur þegar hún á að koma.
12. Lögmál mikilvægis og innblásturs
- Þú færð það til baka það sem þú hefur lagt í það.
- Hið sanna verðmæti einhvers, er bein niðurstaða af þeirri orku og ásetningi sem er sett í það.
- Allt framlag, er einnig framlag fyrir Heildina.
- Framlag gefið í áhugaleysi hefur ekki áhrif á Heildina, og það virkar heldur ekki til minnkunar.
- Framlag gefið í kærleika, færir líf í, og eru innblástur fyrir Heildina.