Ef þú átt vin í sorg …

 

Hvað getum við gert þegar vinir okkar lenda í áföllum? – Það er ekki hægt að bera eða ganga í gegnum sorg annarra, svo einfalt er það. Það er þessi andlegi hlutur sem við getum ekki borið fyrir aðra. Hver og ein/n þarf að bera sína sorg.

En það er annað sem hægt er að gera, það er að huga að praktískum hlutum. Bjóða fólki í mat, nú ef við erum í þannig tengslum að fara heim til þeirra og elda. Við getum aðstoðað við alls konar hluti eins og innkaupin, því búðarferðir geta verið erfiðar – og létt á með bílinn ef hann þarf að fara í skoðun, olíuskipti eða annað. Það er hægt að bjóðast til að aðstoða með þrif o.fl. o.fl. Það er hægt að bjóða viðkomandi í dekur, nudd eða eitthvað álíka. Ef að fólk á börn er hægt að bjóðast til að passa börnin.

Ef þú átt vin í sorg, hafðu þetta í huga. Sjáðu hvort þú getur ekki gefið eitthvað og þegar upp er staðið þá minnkar þetta líka örvæntingu þína að geta ekki hjálpað, þú getur það!

🙂 ❤

candle-heart-hands

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s