Þegar þú getur ekki sagt „Nei“ – segir líkaminn „Nei“ …

Þessi fyrirsögn er höfð eftir Gabor Maté,  lækni sem sérhæfir sig í meðferðum á fíkn.

Ég hef tekið eftir því undanfarið, að ef ég borða of stóra skammta af mat,  fer maginn á mér í uppreisn, og gallsteinarnir fara að brölta.  Ég átti að fara í uppskurð sl. haust, skv. lækni,  en eins og þið vitið er heilbrigðiskerfið ekkert endilega að kalla mann inn nema við liggjum á línunni.  –  Í þetta skiptið er ég eiginlega bara fegin,  því mig langar að takast á við þessa gallsteina með óhefðbundnum aðferðum.

Ég er reyndar mjög þakklát fyrir þessa vitneskju með matinn, – og nú kemur fyrirsögnin aftur sterk inn:  „Þegar þú getur ekki sagt „nei“ – segir líkaminn „nei“..

Í raun erum við mörg sem borðum áfram eftir að við erum södd.  Það er vegna þess að við erum ekki að hlusta á mörkin okkar.  – Kannski er líkaminn að hvísla, „ég er orðinn saddur“ – og maginn „úff – þetta er nóg“ .. en vegna þess að okkur finnst maturinn svo góður höldum við áfram að borða.   Það er ekkert alltaf þannig að við finnum fyrir því, og fólk er misjafnlega viðkvæmt, –  en flestir held ég að finni hvernig maginn þenst út, það verður kannski auka loft o.s.frv. –

Nú er komið að annars konar „ofáti“ – eða að taka of mikið inn án þess að stoppa eða setja mörk.  Það er nefnilega hægt að taka of mikið inn andlega, alveg eins og líkamlega.  Það getur verið fólk þarna í kringum okkur eða aðstæður sem misbjóða okkur.  Í stað þess að setja mörkin,  að stoppa.  Þá heldur þetta fólk áfram að bjóða okkur upp á hvern bitann á fætur öðrum,  en vegna kurteisi okkar (lesist meðvirkni)  eða við kunnum ekki að segja nei takk,  af ótta við að særa eða móðga viðkomandi, –  þá tökum við inn.

Dæmi um þetta er að sitja við borð og slúðra um náungann.  Við finnum kannski að það er komið nóg,  – jú, jú, það var allt í lagi að heyra eitthvað um hann Óla og hana Siggu, en ætlar þetta aldrei að enda? – Af hverju segjum við ekki: „Þetta er komið nóg?“ ..

Annað dæmi um hvenær við eigum að setja mörk, er þegar við erum kannski að ofgera okkur í vinnu, – nú eða vinna við eitthvað sem er ekki í flútti við það sem við viljum gera. Við erum kannski að vinna gegn eigin lífsgildum.  Ef einhvern tímann við ættum að segja nei,  þá væri það þar.   –

Þriðja dæmið er efnið sem ausið er yfir okkur og mötuð með  úr fjölmiðlum, – þar þurfum við að kunna að setja mörk, – því fjölmiðlar seljast best – að því virðist, með því að dreifa neikvæðum fréttum og harmsögum, – og það erum við, neytendur, sem stjórnum því.  Við erum þá að næra það sem kallað er „sársaukalíkaminn“ – og tökum endalaust á móti.    Þar getum við haft áhrif, bæði á okkur og fjölmiðla,  með að setja mörk.  Segja „Nei“

media

Ef við segjum ekki neitt,  og hvað þá?    Þá tekur líkaminn sig til og segir NEI.

Þetta er auðvitað augljóst í erfiðisvinnu, – þar sem t.d. bakið gefur sig. Við höfum gengið of langt á líkamann og ekki sett mörk.   En hvað með andlega erfiðisvinnu? –  Það getur ýmislegt gefið sig, – og líkaminn lætur vita á einn eða annan hátt.

Það eru alls konar sjúkdómar tengdir við álag – og ætla ég ekki að koma með staðhæfingar um hverjir þeir eru – nú eða kannski eru það bara flestir sjúkdómar sem tengjast því að geta ekki sett okkur mörk,  og þannig göngum við á sjálfsvirðinguna okkar.  Auðvitað erum við ekki að virða okkur,  – taka tillit til okkar þegar við förum yfir mörkin.

Hver er lausnin?    Lausnin er að hlusta í meðvitund – hvenær höfum við fengið nóg – og fara eftir því.  Ekki misbjóða eða ofbjóða okkur,  og ástunda meðalhófið í mataræði sem öðru.   Það er ekki að ástæðulausu að gullni meðalvegurinn er kallaður gullinn!

Við getum ekki stjórnað því sem er hið ytra, en við getum stjórnað okkur og ráðið okkar för og hvort við segjum já eða nei. –   Þegar við gerum það erum við að virða okkur, og virða um leið líkamann okkar.

6790427235_69811bef61_z

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s