Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á fyrst á fyrirlestur Anita Moorjani, sem upplifði það sem kallað er á enskunni „Near Death Experience“ – eða reyndar má segja að hún hafi dáið og komð til baka. – Hún skrifaði í framhaldinu bók sem heitir „Dying to be me“ – en hún þurfti, að eigin sögn – að deyja – til að vera hún sjálf, eða réttara sagt, til að ÞORA að vera hún sjálf. –
Það sem breyttist eftir að hún kom til baka eftir þessa lífsreynslu, var að hún var nú óhrædd.
Hún segir frá því að áður hafi hún verið hrædd við ýmislegt sem ansi margir hræðast og kannast við. Hún var hrædd við álit annarra, hrædd við að gera ekki nógu vel, og vera ekki nógu dugleg. Hún var hrædd við að sjúkdóma, o.fl. o.fl. en hræddust var hún að vera hún sjálf. Það þýðir að hún hræddist það að ef hún væri hún sjálf, að hún myndi missa þau sem voru vinir hennar – og jafnvel fjölskylda. Eða þá að þeim myndi ekki líka við hana. – Það sem gerist þá, er að fólk fer að setja sig í hlutverk, – það hlutverk sem það telur að öðrum muni líka.
Ef ég geri þetta eða hitt, þá líkar fólki við mig! .. Hún segir að það sé mikilvægt að vera jákvæð, en þó mikilvægast að vera við sjálf. Það sé í rauninni tilgangur tilveru okkar að fara í gegnum lífið án þess að óttast t.d. álit annarra. Hvort sem það er almenningsálit eða þeirra sem standa okkur nærri.
Það getur hver og ein/n spurt sig, – „Hvað er það sem heldur aftur af mér að vera ég?“ ..
Ertu þú – og ef ekki hvað heldur aftur af þér að vera þú? ..