Er einmanaleikinn verstur? …

Lissa Rankin er læknir og lífsknúnstner – sem hefur djúpt innsæi í samfélag manna. Eftirfarandi texti er þýðing á því sem hún skrifaði á Facebook síðu sína.

„Einmanaleiki er ekki einungis að gera fólk þunglynt, kvíðið og óhamingjusam. Hann veldur hjartasjúkdómum og krabbameini, og sem læknum sem er umhugað um heilsu samfélagsins okkar, verðum við að tala um þetta.  Þegar fólk spyr mig „Hver er áhættuþáttur #1  hvað sjúkdóma varðar.  Er svarið mitt „einmanaleiki“..
Samt sem áður, þegar ég segi þetta fyrir framan 3000 áheyrendur – verður dauðaþögn í salnum.  Fólk vill ekki heyra þetta.  Það vill að ég segi að það hugsi ekki nógu vel um mataræði, stundi ekki  hreyfingu, eigi að  hætta reykingum, stunda hugleiðsla eða jóga.  Það vill að ég segi að áhættuþátturinn sé eitthvað sem það hefur stjórn á,  en upplifir sig máttvana hvað varðar það að horfast í augu við einmanaleika.

Samt sem áður getum við lagað þetta heilsufarsvandamál.  Það byrjar á því að breyta frá því sem hún kallar „Communi-ME“  eða samfélagð um MIG, þar sem allt snýst um þig og hvað þú getur fengið frá samfélaginu yfir í samfélagið um OKKUR,  þar sem meðvitundin snýst um að þjóna þorpinu,  með þínar eigin þarfir jafnar, en ekki meiri en þarfir hinna í þorpinu.  Þegar við skiptum frá ÉG-meðvitund í VIÐ-meðvitund,  leggjum við leiðarsteina að því að kalla inn sálarflokkinn – sem er að bíða eftir hverju einasta af okkur.  Og líkaminn mun þakka þér.

Þegar við lítum á svæðin þar sem fólk verður elst í heiminum, – lifir til að verða yfir 100 ára,  þá býr það allt í nánum samfélögum.  Ef við viljum auka lífsgæðin og verða háöldruð, verðum við að þróa hið sama.  Ert þú tilbúin að vera hluti af samfélagi um OKKUR? .. “

(Hér endar pistill Lissu (í þýðingu minni) – en þetta er svo sannarlega eitthvað til að hugsa um og ég vil líka taka fram að fólk getur verið einmana í sambandi eða hópi ef það er ekki að tengjast við maka eða samfélag).

Loneliness?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s