Heilbrigð reiði styður heilbrigð mörk ..

Eftirfarandi „status“ setti ég á Facebook – og hann virtist höfða til margra, og svo hann týndist ekki í fjöldanum ákvað ég að koma honum fyrir í blogginu mínu,  og hér er hann:

Ef að einhver gengur upp að okkur og – fer að atast í okkur, við biðjum viðkomandi að færa sig frá en hann gerir það ekki, þá jafnvel ýtum við viðkomandi frá. Tilfinningin sem kemur um leið og við ýtum frá er heilbrigð reiði eða það sem við köllum oftar réttláta reiði. Heilbrigð reiði sprettur fram t.d. þegar við erum að virða eigin mörk. –
Það er búið að tala svo mikið um að það sé veikleikamerki að reiðast, en reiði er mannleg tilfinning og ef hún fær ekki útrás, getur hún gert okkur veik.
Það er bælingin sem er hættuleg, – „suppression“ sem getur leitt líka til „depression“ .. það er okkur eðlilegt að fá útrás fyrir tilfinningar.
Þetta er svo alvarlegt (eins og áður sagði) að bælingin getur gert okkur veik. Ekki bara andlega heldur líka líkamlega.
(Þetta er innblástur frá Gabor Maté).

Við þetta má bæta,  að stundum þegar einhver er að brjóta mörkin okkar, – jafnvel þannig að á okkur finnist á okkur brotið,  eins og að fara nudda axlir eða strjúka á óviðeigandi hátt,  þá þorum við ekki að segja neitt, bara frjósum eða látum eins og ekkert sé –  og það er þessi undarlega hugmynd okkar að við viljum ekki vera leiðinleg.  Þarna erum við ekki að hlusta á okkar rödd,  – heldur að geðjast eða þóknast á svo undarlegan máta.  Það er því mjög mikilvægt að vita að þá MÁ segja NEI,  og það hefur ekkert með það að gera að við séum leiðinleg,  – heldur að við erum að virða mörkin okkar og þá okkur sjálf.

Og já,  það má reiðast – það er sjálfsvörn og það er heilbrigt!! ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s