Blómagarður mannlífsins …

Það er fjölbreytt flóran í jurtaríkinu – ekki síður en mannlífsflóran.  Af einhverjum ástæðum hefur Guð ákveðið að það væru til alls konar blóm, en ekki bara ein tegund. Svo eru blómin stundum til í alls konar litum,  eins og við þekkjum t.d. hvað varðar rósir og túlípana.

Gæfuspor mín  í lífinu hafa m.a.  verið að kynnast alls konar fólki – af öllum stærðum og gerðum,  og þar með talið fólki með fötlun.

Það má segja að ég hafi mína fyrstu alvöru reynslu af því að starfa með fötluðum einstaklingum þegar ég tók að mér kennslu  fyrir Símenntunarmiðstöð Vesturlands, – veturinn 2012 – 2013  en þá gerði ég mér einnig grein fyrir hæfileikum eða eiginleikum sem nemendur mínir höfðu sem ég hafði aldrei upplifað eins skýrt hjá neinum nemendum áður.  –

Það voru eiginleikar eins og heiðarleiki og einlægni.  Þau voru svo mikið ekta.  Seinna kynntist ég fleiri einstaklingum með fötlun þegar ég leiðbeindi á námskeiðum annars staðar,   en síðan var það í nóvember 2014 að ég hóf störf á Sólheimum í Grímsnesi,  þá opnaðist nýr heimur – „Sól-heimur“ –  og þar er mannflóran svo sannarlega skrautleg og litrík. –   Ekki einsleit,   heldur rauð, gul, græn og blá .. eins og regnboginn.

regnbogablóm

Ef hún væri blómagarður finndust þar rósir, túlípanar, nellikur, fíflar, baldursbrár, fjólur, soleyjar og sólblóm .. svo eitthvað sé nefnt.

Það er ekki hægt annað en að fagna þessum litskrúðuga mannlífsgarði – og gleðjast yfir því að tilveran er í lit en ekki einungis svart/hvít.   Svo eru auðvitað alls konar afbrigði  og litiraf rósum – túlípönum o.s.frv. … eins og áður sagði.

Í dag,  21. mars 2016,  er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis.  Það eru svo sannarlega ekki allir eins sem eru með Downs heilkenni,  en það er þó margt sem þau hafa sameiginlegt.  Það sem mér finnst uppáhalds hjá þeim sem ég þekki er brosið sem nær til augnanna.   

sólblóm2

Já, ég  á vini og vinkonur sem eru með Downs heilkenni – og þau eru litrík eins og hin blómin í mannlífsgarðinum.

Þessi blóm eru dýrmæt – eins og öll góð sköpun Guðs.

„Hver hefur skapað blómin björt?“ ..   höfum við sungið í kirkjuskólanum …

og auðvitað syngjum við líka  „Hver hefur skapað þig og mig?“ ..

og já svarið er: „Guð á himninum“ …

Ég fagna degi alþjóðlegum degi Downs heilkennis,  eins og ég myndi fagna alþjóðlegum degi sólblóma,   því að blóm og fólk eiga athygli skilið  – og það sem þú veitir athygli vex og dafnar.  

sólblóm1

 

Skrifað með innilegu þakklæti fyrir að fá að lifa og starfa með fólki með fötlun – og fá þar af leiðandi bestu kennara lífs míns.   

Jóhanna Magnúsdóttir,  sérþjónustuprestur á Sólheimum

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s